Gallerí Ormur í Sögusetrinu á Hvolsvelli fagnar 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna með tveimur myndlistarsýningum rangæskra kvenna í sumar. 
 
Fyrri sýningin verður opnuð sunnudaginn 5. júlí kl. 16:00
Það er samsýning tveggja systrapara úr Fljótshlíð. Systurnar Hrafnhildur Inga og Þórdís Alda Sigurðardætur frá Sámstöðum, og systurnar Sigrún og Þórhildur Jónsdætur frá Lambey.

Síðari sýningin verður opnuð sunnudaginn 9. ágúst kl. 16:00.
Það eru listakonurnar Katrín Óskarsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Álfheiður Ólafsdóttir og Guðrún Le Sage de Fontenay.

Báðar sýningarnar standa yfir í einn mánuð og við opnun þeirra verður dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og þeirra tímamóta minnst m.a. ljóðalestur rangæskra kvenna. Allir velkomnir.