- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Listamaðurinn Tryggvi Þór Pétursson starfar á Hvolsvelli núna í sumar. Tryggvi er með aðstöðu í einum bragganum í miðju þorpinu og langar að bjóða krökkum á aldrinum á aldrinum 13-16 ára, sem hafa áhuga, að taka þátt í listasmiðju í næstu viku. Vegna sögu svæðisins verður verkefnið að mála mynd af persónum úr Njálssögu með útskorin andlit sem hægt er að setja hausinn í gegn. Hugmyndin með því er að geta notað það við komandi hátíðir (hvenær sem þær verða) svo hægt sé að stinga hausinn í gegn til að taka skemmtilegar myndir.
Námskeiðið er alveg frítt og stendur yfir 10.-14. ágúst kl. 13-16 hvern dag, eða þar til verkefnið er búið.
Þau sem hafa áhuga geta skráð sig með því að senda Tryggva tölvupóst á netfangið tryggvithor95@gmail.com fyrir kl 17:00 á morgun, sunnudaginn 9. ágúst.