- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Meistaraflokksráð KFR hefur náð samningum við Ómar Valdimarsson um að sjá um þjálfun mfl. árið 2011.Hann mun hafa Viktor Steingrímsson sér til hjálpar og munu þeir félagar hefja störf þann 4. janúar. Í kvöld var fundað með þeim sem vilja taka þátt í fótboltafjörinu 2011, þjálfarateymið kynnt og rædd ýmis mál.
Meistaraflokksráð KFR vill þakka strákunum, þjálfurum, dómurum,
stuðningsmönnum og velunnurum samstarfið á árinu og óskum ykkur
færsældar á komandi ári.
Þetta kemur fram á vef KFR www.kfrang.is