Myndasetur.is er miðlunarvefur Héraðsskjalasafns Árnesinga og þar er hægt að nálgast ljósmyndir, stafræn afrit af bókum og öðrum safnkosti auk skjalaskráa.

Á síðunni segir: Á héraðsskjalasafninu eru ljósmyndir skannaðar inn og settar á vef. Sama á við um stafræn afrit af gjörðabókum sveitarfélaga, ungmenna- og kvenfélaga auk ýmissra annarra skjala sem við teljum að eigi erindi við almenning. Þá er hægt að nálgast skjalaskrár á vefnum og tengja saman skjalaskrár og stafræn afrit af safnkostinum. Miðlun er styrkt sérstaklega af Þjóðskjalasafni Íslands og Sveitarfélaginu Árborg.

Á Myndasetur.is má finna fjölmargar myndir sem teknar eru í Rangárþingi eystra, m.a. má þar finna ljósmyndasafn Ottó Eyjförð sem inniheldur um 26 þúsund myndir en meðfylgjandi mynd af Hvolsvelli tók Ottó árið 1975.