- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Kvikmyndasafn Íslands á í vörslu sinni helling af myndefni og er það aðgengilegt á vefnum www.islandafilmu.is. Hægt er að skoða Íslandskort á forsíðu safnsins þar sem að búið er að merkja hvaðan myndefnið kemur og þar má sjá að fjölmörg myndskeið hafa verið tekin upp í Rangárþingi eystra.
Á síðunni má finna t.d. myndskeið frá 1939 sem ber heitið Tilraunir með kornrækt í Fljótshlíð. Annað myndskeið er frá 1959 og ber heitið Smalað og rúið en það er tekið upp undir Eyjafjöllum. Eitt myndskeiðið er svo tekið á Fimmvörðuháls þegar gaus þar 2010 og sýnir hinn 200m háa hraunfoss sem þar myndaðist.
Myndskeiðin eru öll góð heimild um líf og störf íbúa í sveitarfélaginu sem og hve falleg og öflug náttúran er hér allt í kringum okkur.