Ný myndlistarsýning í Gallerí Ormi.
Opnun: Sunnudaginn 5. júlí kl. 16:00.
Allir velkomnir.
„þær – í tilefni 100 ára kosningaafmælis kvenna“.
Átta konur, bornar og barnfæddar í Rangárþingi eystra, sýna verk sýn á tveimur samsýningum í Gallerí Ormi í Sögusetrinu. Fyrri sýningin stendur frá 5. júlí til 7. ágúst, síðari sýningin frá 9. ágúst til 13. september. Konurnar eiga það sameiginlegt, fyrir utan uppruna sinn, að þær luku námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og í verkum þeirra má glöggt sjá sterkar rætur til æskustöðvanna. Sex þeirra eru úr Fljótshlíð, tvær úr Hvolhreppi.
Þær sem sýna eru:
Þórhildur Jónsdóttir frá Lambey, Katrín Óskarsdóttir frá Miðtúni, Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir frá V-Sámsstöðum, Þórdís Alda Sigurðardóttir frá V-Sámsstöðum, Katrín Jónsdóttir frá Lambey, Álfheiður Ólafsdóttir frá frá Kirkjulæk, Sigrún Jónsdóttir frá Lambey og Guðrún Le Sage De Fontenay frá Útgörðum.
Við opnun beggja sýninganna, sunnudagana 5. júlí og 9. ágúst, verður lítil dagskrá í galleríinu í tilefni kosningaafmælisins. Við fyrri opnunina flytur Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi ráðherra ávarp og lesin verða ljóð eftir skáldkonur úr héraði.
þær sýna 5. júlí – 7. ágúst þær sýna 9. ágúst – 13. september
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Álfheiður Ólafsdóttir
Sigrún Jónsdóttir
Guðrún Le Sage De Fontenay
Þórdís Alda Sigurðardóttir
Katrín Jónsdóttir
Þórhildur Jónsdóttir
Katrín Óskarsdóttir