- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í ljósi aðstæðna í Grindavík er vert að minna fólk á að athuga hvort að það sé með lögbundna brunatryggingu, en hún er sett á hús eftir að húseign hefur öðlast öryggis- og/eða lokaúttekt.
Lögbundin brunatrygging er sett á húseign við matstig 7 (fullgert hús) eða matstig 8 (tekið í notkun), þá kemur áskorun frá HMS um að sækja um fyrsta brunabótamat í gegnum island.is.
Þar er farið í auða dálkinn hjá skoða fasteign og stimplað inn heimilisfangið.
Ef að brunabótamatið er autt þá er ekki búið að fara í öryggis- eða lokaúttekt og þar af leiðandi er ekki búið að sækja um brunabótamat.
„Óheimilt er að flytja inn í mannvirki eða taka það í notkun nema það uppfylli öryggis- og hollustukröfur laga um mannvirki og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim og leyfisveitandi hafi gefið út vottorð um öryggisúttekt.“