- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á hverju hausti arka nemendur og starfsmenn í Hvolsskóla á fjöll í héraði. Haustið í ár er engin undantekning á því og er nú farið í áttunda skiptið á tindana. Gangan gengur undir nafninu Tíu tinda ganga og er markmiðið að hver nemandi sem er í skólanum í tíu ár hafi farið á tíu tinda í héraði við lok grunnskólagöngu.
Í ár fór 1. bekkur venju samkvæmt á Stóru-Dímon. 2.-4. bekkur gekk yfir Vatnsdalsfjall, 5.-7. bekkur fór upp á Þórólfsfell og 8.-10. bekkur gekk á Þríhyrning. Göngurnar voru vel heppnaðar og gaman að sjá hversu krakkarnir eru duglegir við þetta sport. Lagt var af stað í blíðskaparveðri en þegar leið á daginn fór að rigna en það sannast að enginn er verri þó hann vökni og allir komust á toppinn. Það voru því sigurreifir en þreyttir nemendur sem komu heim til sín eftir daginn.
Meðfylgjandi myndir eru frá göngunni á Þórólfsfell og fengnar af facebook síðu Hvolsskóla.