- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Sjúkraflutningar HSu eiga von á fjórum nýjum sjúkrabílum á Suðurlandið og eru tveir nú þegar komnir í notkun. Annar bíllinn er staðsettur á Selfossi en hinn var afhentur á Hvolsvöll þann 13. september sl. Nýi sjúkrabíllinn er algjör bylting og er þetta í fyrsta sinn sem að sjúkrabíll, sem staðsettur er á Hvolsvelli er framleiddur sem slíkur, þ.e. ekki búið að breyta annars konar bíl í sjúkrabíl. Nýi bíllinn er þyngri og með loftpúðafjöðrun að aftan sem sjúkrabílar hér hafa ekki haft áður. Það gerir það að verkum að bíllinn er ekki eins hastur sem að sjálfsögðu er mun betra þegar kemur að sjúkraflutningum. Vinnurýmið aftan í bílnum er meira en áður og það fer sannarlega mun betur um sjúklinginn í bílnum.
Sjúkrabíll hefur verið staðsettur í Rangárþingi í fjölda ára og hefur það sannað sig hvað eftir annað hversu nauðsynlegt það er að hafa sjúkrabíl á svæðinu.
Á myndinni eru sjúkraflutningarmennirnir, Erla Sigríður Sigurðardóttir og Ágúst Leó Sigurðsson.