Sólbakki á Hvolsvelli er nýjasta íbúðagatan á Hvolsvelli, gatan liggur meðfram Fljótshíðarvegi og í nágrenni við Heilsugæsluna á Hvolsvelli og hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol.
Nýverið var 5 íbúða raðhús tekið í notkun og þar hafa íbúar í fjórar íbúðir flutt inn.
Núna er verið að reisa nýtt 240 fm parhús við götuna. Parhúsið er með bílsskúr og verður án efa hið glæsilegasta með frábæru útsýni til Vestmannaeyja og Eyjafjalla.