- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Vegna áskorunar frá íbúum í efri byggð Hvolsvallar var ákveðið að setja lokun á Öldubakka sem tilraunaverkefni í 1 ár til að sjá hvernig lokun sem þessi myndi reynast til að efla öryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Í maí 2020 var send út könnun til íbúa í Hvolstúni, Öldubakka, Gilsbakka, Dalsbakka og Sólbakka varðandi lokun á gegnumstreymi um Öldubakka. Spurt var annars vegar um hvort íbúar styddu lokunina eða ekki og hinsvegar um hvað íbúar myndu leggja til að gert yrði til að bæta umferðaröryggi um götuna og voru þar þrír möguleikar í boði. Niðurstöður könnunarinnar voru þær að 40% voru með lokun, 57,14% voru á móti lokun.
Unnið hefur verið að varanlegri lausn og nú er búið að setja upp hraðahindrun sem og setja þrengingu við hindrunina og þar með opna leiðina í gegnum Öldubakka. Enn sem áður er biðlað til ökumanna að fara varlega um götuna þar sem mikill fjöldi barna er á ferð yfir og við Öldubakka.
Það má einnig nefna að verið er að vinna umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og þar á meðal eru tillögur að hraðatakmarkandi aðgerðum á nokkrum stöðum í þéttbýlinu sem sannarlega er þörf á.