- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir opnum fundi með sveitarstjórnarfólki í Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi þar sem tilefnið er að ræða ástand og horfur í ferðaþjónustu á svæðinu.
Fundurinn fer fram mánudaginn 16. september í félagsheimilinu Hvoli, Austurvegi 8 á Hvolsvelli, og stendur á milli kl. 16 og 18.
SAF hvetja alla félagsmenn og ferðaþjónustuaðila á svæðinu til að fjölmenna á fundinn og ræða ferðaþjónustu á svæðinu. Á fundinum munu SAF halda stutta kynningu um ferðaþjónustu og hagtölur og þá hvernig ferðaþjónustan getur snert svæðið. Að kynningu lokinni hefst opið samtal ferðaþjónustuaðila við sveitarstjórnarfólk um atvinnugreinina.
Mættu og hafðu skoðun á því hvernig þitt sveitarfélag tekur á málum tengdum ferðaþjónustu.