Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, fimmtudaginn 28. júní 2012 kl. 14:00


Opnun útboða í tengibyggingu við Íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitastjóri setti fund og stjórnaði honum.

Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson

Í upphafi var leitað eftir athugasemdum við útboðið eða útboðsgögn

Torfi G. Sigurðsson hjá Mannvit spurði hvort tilboðsgjafar hefðu ekki fengið viðauka og þeir höfðu fengið þá.

Óskar Pálsson gerði athugasemd við merkingu útboðsgagna.


Eftirfarandi tilboð bárust:


  1. Krappi ehf.                          kr. 149.461.263,-
  2. Smíðandi ehf.                    kr. 160.920.684,-
  3. Fagco ehf.                          kr. 158.719.745,-
  4. Eðalbyggingar ehf.            kr. 141.949.831,-
  5. Vörðufell ehf.                      kr. 141.417.991,-
  6. JÁ verk ehf.                         kr. 156.493.282,-
  7. Kostnaðaráætlun              kr. 152.000.000,-            


    Torfi G. Sigurðsson hjá Mannvit kynnti kostnaðaráætlunina.

    Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 14:10