Pétur og úlfurinn í leikskólanum Örk á Hvolsvelli Í morgun kom Bernd Ogrodnik í leikskólann Örk á Hvolsvelli og setti upp sýninguna um Pétur og úlfinn. Um er að ræða brúðuleikhús en brúðurnar og leikmyndin er öll handgerð af honum sjálfum. Bernd hefur áður komið í leikskólann Örk og hefur líkt og nú slegið algjörlega í gegn hjá bæði börnum og fullorðnum. Það var foreldrafélag leikskólans sem bauð upp á sýninguna.