Ráðstefna Sunnlendinga um skipulagsmál, atvinnu og auðlindir.
30.03.2015
Ráðstefna SASS um auðlindir, skipulag og atvinnu fór fram á Hellu í síðustu viku. Tilgangur ráðstefnunnar var m.a. að draga fram megin áskoranir á Suðurlandi, auka skilning Sunnlendinga á sameiginlegum skipulagsmálum og athuga hvort og þá hvernig megi takast á við þau í sameiningu. Ráðstefna fór fram á Stracta hótelinu á Hellu og tókst mjög vel. Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta tók saman niðurstöður ráðstefnunnar. Niðurstöðurnar verða kynntar fyrir stjórn SASS fljótlega eftir páska.