- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Miðvikudaginn 21. apríl sl. var Rafíþróttadeild Dímonar formlega stofnuð þegar rafrænn stofnfundur var haldinn.
Markmiðið með stofnun deildarinnar er að rjúfa einangrun ungmenna sem spila mikið af tölvuleikjum heima hjá sér og að allir iðkendur fái jákvæða félagslega örvun og kynnist krökkum með sama áhugamál. Dæmi eru um börn sem hafa orðið mjög félagslega einangruð í gegnum tölvuleikjanotkun ásamt óæskilegri hegðun bæði í skólanum og heima fyrir. En með stofnun rafíþróttadeildar í sínu sveitarfélagi hafa þessi börn fengið áhugamálið sitt viðurkennt, þau hafa öðlast tækifæri til að hitta börn með sama áhugamál með handleiðslu þjálfara sem kennir þeim rétta umgengni við tölvuiðkunina. Hegðunar mynstur þeirra hefur bæst til muna bæði heima og í skólanum og hafa slíkir einstaklingar einnig sýnt fram á bættann námsárangur.
Fyrsta stjórn deildarinnar var kosin á stofnfundinum en það eru þau Harpa Mjöll Kjartansdóttir, formaður, Magnús Þór Einarsson, ritari, Ellert Geir Ingvason, gjaldkeri og Ágúst Leó Sigurðsson, meðstjórnandi. Á meðfylgjandi mynd má sjá stjórnarmeðlimi deildarinnar.