Björn Bjarnason, Rut Ingólfsdóttir og Eva Björk Harðardóttir, formaður stjórnar SASS.
Björn Bjarnason, Rut Ingólfsdóttir og Eva Björk Harðardóttir, formaður stjórnar SASS.

Á ársþingi SASS, fimmtudaginn 29. október, voru menningarverðlaun Suðurlands 2020, afhent. Að þessu sinni hlutu hjónin Björn Bjarnason og Rut Ingólfsdóttir verðlaunin fyrir menningarstarf sitt að Kvoslæk.

Í umsögn um verðlaunin segir: Hjónin að Kvoslæk hafa með drifkrafti sínum og eljusemi vakið verðskuldaða athygli á metnaðarfullum menningarviðburðum og komið með ferskan innblástur í menningarlíf á Suðurlandi. Starfsemin hefur vakið eftirtekt fyrir fjölbreytni, gefið jákvæða mynd af sunnlenskri menningu, stuðlað að þátttöku heimamanna og laðað gesti að landshlutanum.

Vegna aðstæðna í samfélaginu var ársþingið haldið rafrænt og við það tilefni flutti Rut þakkarávarp sem finna má á heimasíðu Björns.

Afhending verðlaunanna á ársþingi SASS

Kvoslækur