Sabrína íþróttamaður æskunnar 2014 í Vestmannaeyjum
20.03.2015
Sabrína Lind Adolfsdóttir er ung Hvolsvallar mær sem flutti eftir 10 bekk í Hvolsskóla til Vestmannaeyjar. Hún ákvað að fara til eyja til að spila og æfa fótbolta með ÍBV og einnig að fara í framahaldsskólann í eyjum. Síðan þá hefur hún æft og spilað með meistaraflokki kvenna í eyjum og er núna á lokaönn í skólanum. Hún hefur staðið sig einstaklega vel í fótboltanum og hefur æft og spilað með U-17 landsliðinu og núna með U-19 landsliðinu. Hún tók þátt í undankeppni U-19 liðsins í Litháen og líka í æfingaleikjum við A- landslið Færeyja sem fóru fram s.l. haust. U-19 landsliðið komst áfram upp úr riðlinum og spila þær aftur í apríl n.k. og þá í milliriðlinum fyrir EM í Frakklandi. Einnig vann liðið báða leikina við A- landslið Færeyjar. Þá var Sabrína valin íþróttamaður æskunnar í Vestamanneyjum árið 2014 og fékk einnig þann skemmtilega titil að vera kjörin Ungfrú FÍV (framhaldskólans í eyjum). Efnileg og flott stelpa hér á ferð.