- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þriðjudaginn 30. mars var skrifað undir samþykktir fyrir sjálfseignarstofnunina Njálurefill ses og hún þar með stofnuð. Í stjórninni eru þau Gunnhildur E. Kristjánsdóttir, formaður, f.h. Njálurefilsins, Lilja Einarsdóttir, gjaldkeri og ritari, f.h. Rangárþings eystra, Anton Kári Halldórsson, f.h. Rangárþings eystra og Þuríður Vala Ólafsdóttir, f.h. Hollvinafélags Njálurefilsins.
Tilgangurinn með að setja þessa sjálfseignarstofnun á laggirnar er að varðveita, viðhalda og standa fyrir sýningu á Njálureflinum sem sýnir Brennu-Njálssögu handsaumaða með refilsaum í 90m langan hördúk. Með varðveislu og sýningu Njálurefils er það markmið stofnunarinnar að standa vörð um menningarlegt og sögulegt gildi Brennu-Njálssögu, efla og varðveita hið forna listform refilsaum og standa fyrir kynningu og miðlun þekkingar á Brennu-Njálssögu og refilsaum.
Það var mikil gleði að loksins sé búið að stofna félagið og á fyrsta stjórnarfundinum var skálað fyrir góðri framtíð Njálurefilsins.