- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Eftir að auglýst var eftir tilnefningum í Jólaskreytingasamkeppni Rangárþings eystra bárust fjölmargar ábendingar og tilnefningar um fallegar skreytingar bæði í þétt- og dreifbýlinu.
Það var þó eitt hús og garður sem stóð upp úr að þessu sinni en skreytingaverðlaunin fara til íbúa á Hvolsvegi 18. Þar búa þau Eyrún Elvarsdóttir og Jóhann Gunnar Böðvarsson ásamt fjórum börnum sínum, þeim Böðvari, Sæþór, Snorra og Sólrúnu.
Skreytingarnar í garðinum eru mjög metnaðarfullar og smekklega settar upp. Stór snjókarl, byggður milli tveggja trjáa, vekur mikla athygli vegfarenda.
Rangárþing eystra óskar skreytingameisturunum til hamingju og þakkar íbúum sveitarfélagsins fyrir að lýsa skammdegið svona vel upp.