- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sveitarfélagið Rangárþing eystra auglýsir starf umsjónarmanns hreyfingar 60+ laust til umsóknar.
Rangárþing eystra er heilsueflandi samfélag hefur verið með hreyfingu fyrir aldurshópinn 60+ síðan árið 2017 og er því mikil reynsla komin á starfið. Ýmist hefur íþróttasalur, sundlaug eða líkamsræktarsalur verið notað en einnig hefur hópurinn verið úti við og nýtt sér gönguleiðir í Rangárþingi eystra.
Æskilegt er að umsjónarmaður hafi fastan viðverutíma tvisvar til þrisvar sinnum í viku í íþróttamiðstöð eða annarstaðar í sveitarfélaginu. Auk þess komi umsjónarmaðurinn að fyrirlestrum sem tengjast verkefninu.
Hæfni og menntun:
Krafa er um að umsjónarmaður hafi menntun eða reynslu sem nýtist í starfinu, sé skipulagður og stundvís. Hreint sakavottorð skilyrði.
Æskilegt er að starfsmaðurinn hefji störf 1. september 2023
Umsóknir og hugmyndir sendist á heilsueflandi@hvolsvollur.is
Umsóknarfrestur er til 9. júní 2023.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Örn Oddsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings eystra olafurorn@hvolsvollur.is