- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Starfsmenn lögregluembættisins á Suðurlandi heimsóttu Rangárþing eystra í dag. Sveitarstjórn tók á móti þeim í Sögusetrinu og skoðuð gestirnir meðal annars Kaupfélagssafnið og Njálurefilinn sem hlaut nýverið menntaverðlaun Suðurlands. Ísólfur sagði þeim frá Sögusetrinu og sögu Kaupfélagsins. Lilja Einarsdóttir oddviti sagði frá nokkrum verkefnum sem sveitarfélagið hefur unnið að undanfarin ár og frá Sláturfélagi Suðurlands sem er stærsti vinnuveitandi í sveitarfélaginu en Sláturfélagið bauð gestum upp á smökkun á nokkrum vörum sínum. Lögreglustjóri Suðurlands Kjartan Þorkelsson afhenti sveitarstjóranum gjöf sem þakklæti fyrir móttökuna og er gjöfin minning um sýslumannsembættið sem var fyrir skipulagsbreytingu á Hvolsvelli.