Rangárþing eystra auglýsir eftirfarandi störf fyrir sumarið 2022.

Verk- og flokkstjóra vinnuskóla og starfsmenn í Áhaldahús við Ormsvöll.

Verkstjóri vinnuskólans heyrir undir garðyrkjustjóra. Starfssvið verkstjóra er að hafa umsjón með vinnuskóla þ.e. leiðbeinir flokkstjórum, sér um skil á tímaskráningum til launafulltrúa og skilar greinargerð um störf vinnuskólans að sumri loknu.

Hæfniskröfur, að búa yfir stjórnunarhæfileikum, samskipta- og skipulagsfærni. Vera góð fyrirmynd, reyklaus og hafa reynslu af vinnu með unglingum. Æskilegt að hafa ökuréttindi samkvæmt D1- akstur bifreiðar með allt að 16 manns auk eftirvagns.

Flokkstjóri vinnuskólans starfar undir verkstjóra vinnuskólans. Hann leiðbeinir og stjórnar vinnuskólahópi. Ber ábyrgð á tímaskýrslum og skilum þeirra til verkstjóra. Sér um góða liðsheild og kennir rétt vinnubrögð. Er uppbyggilegur, reyklaus og góð fyrirmynd starfsmanna sinna.

Hæfniskröfur að búa yfir stjórnunarhæfileikum, samskipta- og skipulagsfærni og hafa ökuréttindi.

Starfsmenn áhaldahúss heyra ýmist undir verkstjóra áhaldahúss eða garðyrkjustjóra, fer eftir vinnuflokki starfsmanna. Starfssvið eru lóðir og umhverfi sveitarfélagsins. Takmarkaður fjöldi starfa er í boði.

Hæfniskröfur, að búa yfir góðum samskiptahæfileikum, vinnusemi og stundvísi. Lágmarksaldur 17 ár, hafi ökuréttindi. Vinnuvélaréttindi er kostur.

Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2022.

Umsóknareyðublað

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Björk Benediktsdóttir, umhverfisstjóri, á netfanginu gudrunbjork@hvolsvollur.is