- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Guðjón Halldór hlýtur þessa viðurkenningu fyrir óeigingjörn störf sín við að byggja upp öflugt tónlistarlíf í Rangárþingi og að miðla þekkingu sinni og reynslu til nemenda á öllum aldri. Guðjón Halldór er kennari við Tónlistarskóla Rangæinga ásamt því að stjórna m.a. Karlakór Rangæinga, Öðlingunum og Kammerkór Rangæinga. Hann er einnig organisti og stjórnandi kirkjukóra í nokkrum kirkjum í Rangárvallasýslu. Guðjón Halldór hefur einnig tekið þátt í hinum ýmsu verkum sem sett hafa verið upp og flutt síðastliðin ár og ekki má gleyma hans hlut í því að gleðja landann á Covid tímum þar sem hann sá um píanóleik þegar þær Miðtúnssystur sungu fyrir alþjóð gegnum netið.
Harpa Mjöll Kjartansdóttir, formaður Menningarnefndar Rangárþings eystra, afhenti Guðjóni Halldóri viðurkenningarskjal og blómvönd í dag af þessu tilefni.