- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Vegna bilaðrar borholudælu í Kaldárholti er framleiðslugeta Rangárveitna á heitu vatni skert með þeim afleiðingum að þrýstingur á heita vatninu verður lágur hjá öllum viðskiptavinum og á einhverjum stöðum gæti orðið heitavatnslaust. Verið er að undirbúa viðgerð sem áætlað er að taki tvo daga.
Rætt hefur verið við stórnotendur og þeir beðnir um að minnka notkun sem kostur er svo meira heitt vatn sé til taks fyrir húshitun á veitusvæðinu.
Við biðjum ykkur því að loka öllum gluggum og hafa útidyr ekki opnar lengur en nauðsynlegt er til að halda hita í húsum.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum er þetta kann að valda.