- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Mikið er um smit í landinu og enn er verið að greina einstaklinga utan sóttkvíar í miklumæli. Við verðum að fara varlega meðan verið er að ná utan um smitin.
Við setjum því þau tilmæli að einungis einn heimsóknargestur (náin aðstandandi) megi koma dag hvern í heimsókn – við óskum eftir því við ykkur að ekki séu fleiri en tveir að skipta þessum heimsóknum á milli sín og mögulega er hægt að breyta hverjir það eru viku og viku í senn. Með þessu fækkum við smitleiðum inn á heimilið.
Heimsóknir fara fram í íbúðum íbúa – gestir eru hvattir til að koma með sínar andlitsgrímu og bera meðan gengið er styðstu leið inn á íbúðir heimilismanna.
Ætlast er til að fólk virði 2 metra nándarregluna og gæti að öllum sóttvörnum - handþvottur.
Við óskum eftir því að þeir sem eru að koma í heimsókn haldi sem mestri sóttkví heimafyrir og séu ekki á ferðinni innan um margmenni. Það er mikið í húfi.
Ef aðstandandi fer í sóttkví og hefur verið í tengslum við íbúa er mikilvægt fyrir okkur að fá að vita af því til að við getum verið enþá betur vakndi.
Við þökkum skilning og þolinmæði endilega verið í sambandi ef eitthvað er.
Stjórnendur og starfsfólk Kirkjuhvols