- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Landgræðsla ríkisins hefur afhent Umhverfisverðlaun Landgræðslunnar fyrir 2020. Í ár hlaut Rangárþing eystra verðlaunin fyrir friðun og uppgræðslu á Emstrum.
Emstrur hafa verið friðaðar frá 1990 hefur sauðfé ekki verið rekið með skipulögðum hætti þangað síðan þá. Frá 2015 hefur Rangárþing eystra fengið styrk úr Landbótasjóði Landgræðslunnar, markvisst til að græða upp svæðið og einnig hafa félagasamtök og einstaklingar tekið að sér að græða upp valin svæði á afréttinum.
Vegna ástandsins í samfélaginu voru verðlaunin afhent á sveitarstjórnarfundi í byrjun september. Fyrir hönd Landgræðslunnar voru þeir Árni Bragason, landgræðslustjóri, og Gústav M. Ásbjörnsson. Á myndina vantar sveitarstjórnarmanninn Guðmund Viðarsson.
Ársfundur Landgræðslunnar: Afhending Umhverfisverðlaunanna hefst á mínútu 11:58 og þar má heyra viðtal við Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra.