- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í dag, þann 28. apríl 2020, undirrituðu Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Tinna Erlingsdóttir formaður Knattspyrnufélags Rangæinga undir þjónustusamning vegna útbreiðslu knattspyrnu í íþróttastarfi barna og unglinga.
Samningnum er ætlað að efla samstarf milli sveitarstjórnar Rangárþings eystra og KFR og tryggja öflugt íþrótta-, tómstunda og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Samningnum er ætlað að tryggja enn frekar starfsemi KFR enda er sveitarstjórn þeirrar skoðunar að það sinni öflugu og viðurkenndu forvarnarstarfi.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur áherslu á málefni fjölskyldunnar enda er fjölskyldan hornsteinn samfélagsins. Með því að leggja mikla áherslu á að efla fjölskylduna styrkjum við undirstöðuna að heilbrigðu og jákvæðu samfélagi. Samfella í skóla- og tómstundastarfi og öflugt forvarnarstarf er mikilvægur þáttur í því að ná fram markmiðum sveitarstjórnar um að byggja upp enn fjölskylduvænna samfélag.