- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Tvistsins fór fram 3. desember síðastliðinn.
Tíu tónlistaratriði kepptu um 1. sætið en sigurvegari keppninnar í ár var hún Helga Dögg Pálsdóttir, nemandi úr 10. bekk Hvolsskóla.
Helga Dögg flutti lagið „Skinny Love“ ásamt hljómsveit. Hljóðfæraleikarar voru þeir Arnar Högni Arnarsson á bassa, Hákon Kári Einarsson á hljómborð og Jade Jóhanna Mcdevitt á gítar.
Skemmst er frá því að segja en þremur dögum síðar á Hótel Selfossi, voru þau eitt af þremur atriðum sem komust áfram eftir söngkeppnina USSS. Í mars á næsta ári munu þau keppa um fyrstu þrjú sæti á Samfestingi, söngvakeppni Samfés, Samtökum félagsmiðstöðva á Íslandi.
Við óskum þeim góðs gengis á næsta ári