Vegna fjölgunar COVID-19 smita undanfarna daga telur Rangárþing eystra rétt að bregðast við því með eftirfarandi sóttvarnaraðgerðum tímabundið.

Austurvegur 4

Rangárþing eystra og fyrirtæki sem eru með aðstöðu í húsnæði sveitarfélagsins að Austurvegi 4, beina þeim tilmælum til íbúa að heimsóknir á skrifstofurnar verði í algeru lágmarki og almenningur komi ekki nema að brýn nauðsyn sé fyrir heimsókn.

Við bendum á að langflest erindi er hægt að afgreiða með símtali, tölvupósti eða fjarfundi.

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Breyting verður á viðtalstímum skipulags- og byggingarfulltrúa og þeir fara nú aðeins fram í síma, gegnum tölvupóst eða á fjarfundi. Sími á skrifstofunni er 488 4200 og netfang skipulags- og byggingarfulltrúa er ulfar@hvolsvollur.is 

Áhaldahús:

Íbúar eru beðnir um að koma ekki í Áhaldahúsið nema brýna nauðsyn beri til. Flestar beiðnir er hægt að leysa símleiðis.

Aðrar stofnanir sveitarfélagsins birta upplýsingar um sínar sóttvarnaraðgerðir á heimasíðum og gegnum bein samskipti við sína viðskiptavini.

Íbúar eru hvattir til að gæta að sínum persónulegu sóttvörnum við þær aðstæður sem uppi eru. Jafnframt er öllum íbúum sveitarfélagsins færðar kærar þakkir fyrir þann skilning, jákvæðni og samstöðu sem þeir hafa sýnt í hvívetna.

Lilja Einarsdóttir

Sveitarstjóri.