- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
FUNDAGERÐ
33. fundur, í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra, haldinn
fimmtudaginn 2. júí 2015, kl. 14:00, Ormsveli 1, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Guðmundur Ólafsson og Víðir Jóhannsson. Lilja Einarsdóttir og Þorsteinn Jónsson boðuðu forföll. Í þeirra stað eru mættir varamenn í skipulagsnefnd, Ísólfur Gylfi Pálmason og Þórir Már Ólafsson.
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1503041Nýibær – Deiliskipulag smáhýsa
1502029Neðri-Dalur 3 – Deiliskipulag
1501013Heimaland/Seljalandsskóli – Deiliskipulagsbreyting
1405009Lambafell – Deiliskipulag
1502017Húsadalur – Deiliskipulag
1502018Langidalur/Slyppugil – Deiliskipulag
1502019Básar – Deiliskipulag
1505021Syðri-Kvíhólmi – Deiliskipulag landspildu
1506004Butra – Ósk um breytingu á aðalskipulagi
1506010Skógafoss – Framkvæmdaleyfi fyrir útsýnispalli
1505020Nýibær - Landskipti
SKIPULAGSMÁL
1503041Nýibær – Deiliskipulag smáhýsa
Deiliskipulagstillagan tekur til um hektara úr jörðinni Nýjabæ, Vestur-Eyjafjöllum. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu tveggja smáhýsa og aðkomu að þeim. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 14. maí 2015, með athugasemdafresti til 25. júní 2015.
Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Vegagerð. Engar athugasemdir koma fram í umsögnum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1502029Neðri-Dalur 3 - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta af landspildunni Neðri-Dalur 3, Vestur-Eyjafjöllum. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 350m² einbýlishúss ásamt bílskúr. Tillagan gerir ráð fyrir aðkomuvegi að lóðinni frá Merkurvegi nr. 249. Skipulagsnefnd óskaði eftir því með bókun á 31. fundi nefndarinnar að færð yrðu rök fyrir nýrri vegtengingu að spildunni. Sá rökstuðningur hefur borist. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 14. maí 2015, með athugasemdafresti til 25. júní 2015.
Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Vegagerð. Heilbrigðiseftirlit benti á að staðsetning rotþróar og siturlagnar væri ekki sýnd á uppdrætti. Uppdráttur hefur verið leiðréttur m.t.t. athugasemdar. Einnig fór skipulagsnefnd yfir rökstuðning fyrir nýrri vegtengingu og felst á rökin.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1501013Heimaland/Seljalandsskóli - Deiliskipulagsbreyting
Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins sem staðfest var 20.
desember 2001. Með deiliskipulagsbreytingunni eru skilgreindar lóðir undir núverandi
byggingar á svæðinu. Byggingarreitir eru afmarkaðir og skilmálar eldra deiliskipulags
uppfærðir. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 14. maí 2015, með athugasemdafresti til 25. júní 2015.
Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Vegagerð. Engar athugasemdir koma fram í umsögnum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1405009Lambafell - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta jarðarinnar Lambafells, Austur-Eyjafjöllum. Tillagan tekur til fyrirhugaðrar verslunar- og þjónustulóðar innan jarðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu 150-180 herbergja hótels að hámarki 9000m², að hluta til á þremur hæðum. Einnig gerir tillagan ráð fyrir byggingu sundlaugar og heitra potta á lóðinni. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 14. maí 2015, með athugasemdafresti til 25. júní 2015.
Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Vegagerð. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits koma fram nokkrar ábendingar, brugðist hefur verið við þeim og greinargerð lagfærð m.t.t þeirra.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1502017Húsadalur - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 30 ha. svæðis í Húsadal, auk göngubrúar yfir Markarfljót og aðkomu að henni. Afmarkaðar eru 9 mis stórar lóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Á þremur lóðum er gert ráð fyrir plássfrekri starfsemi auk bygginga, s.s. tjaldsvæði, afþreyingarsvæði eða aðstöðu fyrir hestaferðir. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 5. mars 2015, með athugasemdafresti til 16. apríl 2015.
Ein athugasemd barst frá Landssambandi hestamannafélaga. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Forsætisráðuneyti, Skógrækt ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Ferðamálastofu og Vegagerðinni. Brugðist hefur verið við athugasemd og umsögnum. Viðauka 1 bætt við stefnumörkun, þar sem listaðar eru upp athugasemdir og umsagnir og breytingar á tillögunni vegna þeirra. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1502018Langidalur/Slyppugil - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 13 ha. svæðis í Langadal og Slyppugili. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Ferðafélags Íslands og austur fyrir aðstöðu Farfugla í Slyppugili. Afmarkaðar eru 2 þjónustulóðir fyrir gistiskála og þjónustuhús fyrir ferðamenn, ásamt svæði fyrir tjaldsvæði. Afmörkuð er lóð fyrir núverandi aðstöðu Skógræktarinnar. Byggingarreitir eru sýndir á hverri lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 5. mars 2015, með athugasemdafresti til 16. apríl 2015.
Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Forsætisráðuneyti, Skógrækt ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Ferðamálastofu og Vegagerðinni. Brugðist hefur verið við athugasemd og umsögnum. Viðauka 1 bætt við stefnumörkun, þar sem listaðar eru upp athugasemdir og umsagnir og breytingar á tillögunni vegna þeirra. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1502019Básar - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 38 ha. svæðis í Básum, Goðalandi. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Útivistar, óbyggðs svæðis til austurs frá þeirri aðstöðu og austur að Strákagili. Afmarkaðar eru 6 misstórar þjónustulóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 5. mars 2015, með athugasemdafresti til 16. apríl 2015.
Tvær athugasemdir bárust, frá Landssambandi hestamannafélaga og Útivist. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Forsætisráðuneyti, Skógrækt ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Ferðamálastofu og Vegagerðinni. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum. Viðauka 1 bætt við stefnumörkun, þar sem listaðar eru upp athugasemdir og umsagnir og breytingar á tillögunni vegna þeirra. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1505021Syðri-Kvíhólmi – Deiliskipulag landspildu
Steinsholt sf. F.h. Guðjóns Þórarinsssonar kt. 020449-2929, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulagstillögu fyrir lóðr úr landi Syðri-Kvíhólma. Deiliskipulagstillagan tekur til um 1,2 ha lóðar úr landi Syðri-Kvíhólma. Tillagan gerir ráð fyrir þremur byggingarreitum innan lóðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu frístundahúss, tveggja gestahúsa og skemmu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1506004Butra – Ósk um breytingu á aðalskipulagi
Haukur Guðni Kristjánsson kt. 261163-4469, óskaði eftir því við sveitarstjórn að gerði yrði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, með þeim hætti að land Butru, Austur-Landeyjum yrði skilgreint sem iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu. Fyrirhugað er að reisa á jörðinni allt að 20 vindmyllur. Heildarhæð hverrar vindmyllu verður u.þ.b. 67-77 metrar.
Sveitarstjórn tók erindið til umfjöllunar á 201. fundi, 11. júní 2015. Eftir umræður samþykkti sveitarstjórn að vísa erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd tekur vel í erindið og óskar eftir fundi með landeiganda og framkvæmdaraðilum um málið. Skipulagsfulltrúa ásamt sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.
1506010Skógafoss – Framkvæmdaleyfi fyrir útsýnispalli
Rangárþing eystra kt. 470602-2440, óskar eftir framkvæmdarleyfi til byggingar útsýnispalls og göngustígar við Skógafoss. Fyrirliggjandi eru teikningar lanslagsarkitekts og burðarþolshönnuða, Landform og EFLA verkfræðistofa dags. í júní 2015.
Skipulagsnefnd óskar eftir því að áður en að framkvæmdaleyfi verður veitt, liggi fyrir tölvugerðar myndir sem sýna útlit pallsins og göngustígs í náttúrulegu umhverfi staðarins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt með fjórum atkvæðum GÓS, VJ, ÞMÓ og ÍGP. GÓ er á móti.
1505020Nýibær - Landskipti
Jón Örn Ólafsson kt. 180381-5629 og Edda G. Ævarsdóttir kt. 081175-4629, óska eftir því að skipta tveimur lóðum (Sólblettur 1 og Sólblettur 2) út úr jörðinni Nýibær ln. 163787 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 22. apríl 2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Fundi slitið 15:43
________________________________________________________
Guðlaug Ósk Svansdóttir Þórir Már Ólafsson
________________________________________________________
Ísólfur Gylfi Pálmason Víðir Jóhannsson
________________________________________________________
Guðmundur Ólafsson Anton Kári Halldórsson