- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Fundargerð
40. fundur, í skipulagsnefnd Rangárþings eystra, haldinn mánudaginn 7. mars 2016, kl. 17:00, Litla-Sal, Hvoli, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Lilja Einarsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Guðmundur Ólafsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Víðir Jóhannsson boðaði forföll. Ekki tókst að ná í varamann fyrir hann.
Áheyrnarfulltrúar sveitarstjórnar: Ísólfur Gylfi Pálmason
Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir að bæta eftirfarandi erindi á dagskrá:
1603018Hólmar – Landskipti
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1603010Hvolstún 5 – Lóðarumsókn
1603009Kotvöllur 13 – Ósk um breytingu á skipulagi
1603008D-gata 4a og 4b – Lóðarumsókn
1603007Eystra-Seljaland – Landskipti
1602105Rangárþing ytra – Ósk um umsögn v. Aðalskipulagsbreytingar
1511148Hlíðarvegur 15 – Umsókn um breytingu á innkeyrslu lóðar
1503007Nýbýlavegur – Tillögur að aðal- og deiliskipulagsbreytingu
1502019Básar – Deiliskipulag
1502018Langidalur/Slyppugil – Deiliskipulag
1502017Húsadalur – Deiliskipulag
1411012Hellishólar – Deiliskipulagsbreyting
1405009Lambafell – Deiliskipulag
SKIPULAGSMÁL
1603010Hvolstún 5 – Lóðarumsókn
Emil Guðfinnur Hafsteinsson kt. 170866-4019, óskar eftir því að fá úthlutað íbúðarhúsalóðinni Hvolstún 5, Hvolsvelli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðarinnar.
1603009Kotvöllur 13 – Ósk um breytingu á skipulagi
Guðrún Bára Sverrisdóttir kt. 240187-2489 og Davíð Örn Ólafsson kt. 040787-2329 óska eftir heimild til breytingar á lóðinni Kotvöllur 13, úr sumarhúsalóði í íbúðarhúsalóð.
Skv. gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 og gildandi deiliskipulagi fyrir Kotvöll, er umrætt svæði skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð. Skv. aðalskipulagi og skipulagsreglugerð skal aðgreina frístundabyggð frá íbúðabyggð. Föst búseta er óheimil í frístundabyggðum. Umrætt svæði að Kotvelli samanstendur af 6 frístundalóðum. Skipulagsnefnd telur það ekki í samræmi við aðalskipulag og skipulagsreglugerð að breyta einni lóð í íbúðarhúsalóð.
1603008D-gata 4a og 4b – Lóðarumsókn
Jón Jónsson kt. 210355-5619, óskar eftir því að fá úthlutað parhúsalóðinni D-gata 4a-4b í hesthúsahverfinu Miðkrika. Áætlað er að nýta lóðina til uppsetningar á hringgerði og síðar til bygginga hesthúss.
Skipulagsefnd gerir ekki athugasemd við að lóðinni verði úthlutað til byggingar hesthúss. Um útlutun lóðarinnar gilda samþykktar reglur Rangárþings eystra.
1603007Eystra-Seljaland – Landskipti
Óli Kristinn Ottósson kt. 300560-7099 og Auður Jóna Sigurðardóttir kt. 130158-3749, óska eftir því að skipta lóðunum Eystra-Seljaland F1, F2, F3 og Ú1, úr jörðinni Eystra-Seljaland ln. 163760 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 03.02.2016. Landskiptin eru í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Eystra-Seljaland ln.163760.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
1602105Rangárþing ytra – Ósk um umsögn v. aðalskipulagsbreytingar
Sveitarstjórn Rangárþings ytra óskar eftir umsögn Rangárþings eystra vegna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á mörkum vatnsverndarsvæðis við Keldur á Rangárvöllum, þar sem núverandi vatnsverndarsvæði verður minnkað.
Skipulagsnefnd samþykkir að veiting umsagnar sé frestað þar til aflað hefur verið nægjanlegra gagna til þess að taka afstöðu til minnkunnar vatnsverndarsvæðisins við Keldur. Umrætt svæði er í nágrenni við eitt af aðal vatnsbólum Rangárþings eystra í Krappa. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla nauðsynlegra gagna til að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun en skv. fyrirliggjandi gögnum sér skipulagsnefnd engin haldbær rök fyrir umræddri minnkunn vatnsverndarsvæðisins. Sveitarfélögin hafa áður rætt mikilvægi þess að taka sameiginlegar ákvarðanir þegar kemur að vatnsverndarsvæðum þeirra vegna nálægðar og sameiginlegra hagsmuna.
1511148Hlíðarvegur 15 – Umsókn um breytingu á innkeyrslu lóðar
Ágúst Kristjánsson kt. 110261-5199 og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir kt. 110659-4829, óska eftir heimild til að breyta aðkomu að íbúðarhúsinu sínu Hlíðarvegi 15, Hvolsvelli. Núverandi aðkoma er frá Hvolsvegi. Óskað er eftir að aðkoma breytist og verði frá Hlíðarvegi. Skipulagsnefnd tók erindi fyrir á fundi sínum 8. desember þar sem lagt var til að óskað yrði eftir umsögn Vegagerðarinnar þar sem Hlíðarvegur er á forræði hennar. Umsögn Vegagerðar hefur borist.
Í erindi Vegagerðarinnar dags. 22. febrúar 2016, kemur fram að Vegagerðin samþykki ekki nýja tengingu lóðarinnar Hlíðarvegar 15 inn á stofnveginn Hlíðarveg. Á grundvelli niðurstöðu Vegagerðarinnar og samþykkts lóðablaðs frá 26. ágúst 1998 fyrir Hlíðarveg 15, samþykkir skipulagsnefnd ekki umsókn um breytta aðkomu að lóðinni.
1503007Nýbýlavegur – Tillögur að deiliskipulagi
Lagðar fram til kynningar og umræðu tillögur að deiliskipulagi íbúðabyggðar við Nýbýlaveg, Hvolsvelli.
Skipulagsnefnd fer yfir þrjár tillögur, A,B og C að fyrirkomulagi íbúðabyggðar við Nýbýlaveg. Skipulagsnefnd leggur til að haldið verði áfram að þróa tillögu C. Nefndin mælist til þess að tillagan verði orðin klár til umfjöllunar fyrir næsta fund.
1502019Básar – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 38 ha. svæðis í Básum, Goðalandi. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Útivistar, óbyggðs svæðis til austurs frá þeirri aðstöðu og austur að Strákagili. Afmarkaðar eru 6 misstórar þjónustulóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. Í bréfi dags. 4. desember 2015 gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins verði birt í b-deild Stjórnartíðinda vegna athugasemda stofnunarinnar við tillöguna. Skipulagsfulltrúi, sveitarstjóri, formaður skipulagsnefndar og skipulagsráðgjafar áttu fund með Skipulagsstofnun 3. febrúar 2016. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með óverulegum breytingum á deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd fjallar um athugasemdir Skipulagsstofnunar. Komið hefur verið á móts við athugasemdirnar með óverulegum breytingum á tillögunni. Gert er grein fyrir núverandi byggingarmagni á svæðinu. Frekari skilmálar hafa verið settir fyrir nýbyggingar á svæðinu. Dæmisnið fyrir hús í brekkufæti hefur verið bætt á uppdrátt. Deiliskipulagstillagan er byggð á stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið sem samþykkt var í byggðarráði Rangárþings eystra 13. ágúst 2015. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu og mælist til þess að tillagan með áorðnum óverulegum breytingum verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1502018Langidalur/Slyppugil – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 13 ha. svæðis í Langadal og Slyppugili. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Ferðafélags Íslands og austur fyrir aðstöðu Farfugla í Slyppugili. Afmarkaðar eru 2 þjónustulóðir fyrir gistiskála og þjónustuhús fyrir ferðamenn, ásamt svæði fyrir tjaldsvæði. Afmörkuð er lóð fyrir núverandi aðstöðu Skógræktarinnar. Byggingarreitir eru sýndir á hverri lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. Í bréfi dags. 4. desember 2015 gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins verði birt í b-deild Stjórnartíðinda vegna athugasemda stofnunarinnar við tillöguna. Skipulagsfulltrúi, sveitarstjóri, formaður skipulagsnefndar og skipulagsráðgjafar áttu fund með Skipulagsstofnun 3. febrúar 2016. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með óverulegum breytingum á deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd fjallar um athugasemdir Skipulagsstofnunar. Komið hefur verið á móts við athugasemdirnar með óverulegum breytingum á tillögunni. Gert er grein fyrir núverandi byggingarmagni á svæðinu. Frekari skilmálar hafa verið settir fyrir nýbyggingar á svæðinu. Dæmisnið fyrir hús í brekkufæti hefur verið bætt á uppdrátt. Deiliskipulagstillagan er byggð á stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið sem samþykkt var í byggðarráði Rangárþings eystra 13. ágúst 2015. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu og mælist til þess að tillagan með áorðnum óverulegum breytingum verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1502017Húsadalur – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 30 ha. svæðis í Húsadal, auk göngubrúar yfir Markarfljót og aðkomu að henni. Afmarkaðar eru 9 mis stórar lóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Á þremur lóðum er gert ráð fyrir plássfrekri starfsemi auk bygginga, s.s. tjaldsvæði, afþreyingarsvæði eða aðstöðu fyrir hestaferðir. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. Í bréfi dags. 4. desember 2015 gerir Skipulagsstofnun athugasemd við að auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins verði birt í b-deild Stjórnartíðinda vegna athugasemda stofnunarinnar við tillöguna. Skipulagsfulltrúi, sveitarstjóri, formaður skipulagsnefndar og skipulagsráðgjafar áttu fund með Skipulagsstofnun 3. febrúar 2016. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með óverulegum breytingum á deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd fjallar um athugasemdir Skipulagsstofnunar. Komið hefur verið á móts við athugasemdirnar með óverulegum breytingum á tillögunni. Sett eru inn ákvæði um verndun birkis eða mótvægisaðgerðir þar sem raska þarf birki. Hnykkt er betur á kvöðum um að finna skuli nýtt vatnsból, áður en byggt er á lóðum H7/H8. Felldur er út texti þar sem fjallað er um bílastæði norðan göngubrúar. Áfram verður gert ráð fyrir sorpsvæði við varnargarð og einnig áningarhólfi fyrir hross og afmörkuð leið, bæði vegur og reiðleið, sem sýnd er á uppdrætti. Byggingarreitir á lóðum H1, H2, H4, H5, H7 og H8 eru minnkaðir. Lóðir H1 og H2 eru minnkaðar. Dregið úr heimilu byggingarmagni á lóðunum H1, H2 og H5. Gert er grein fyrir núverandi byggingarmagni á svæðinu. Frekari skilmálar hafa verið settir fyrir nýbyggingar á svæðinu. Dæmisnið fyrir hús í brekkufæti hefur verið bætt á uppdrátt. Deiliskipulagstillagan er byggð á stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið sem samþykkt var í byggðarráði Rangárþings eystra 13. ágúst 2015. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu og mælist til þess að tillagan með áorðnum óverulegum breytingum verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1411012Hellishólar – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til nánari skilgreininga á tjaldsvæði þar sem eru langtíma stæði fyrir hjólhýsi. Einnig gerir breytingin ráð fyrir að frístundalóðunum Réttarmói 1 og 3 verði breytt í íbúðarhúsalóðir. Í bréfi dags. 5. febrúar 2016 gerir Skipulagsstofnun athugasemdir við að auglýsing um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar verði birt í b-deild Stjórnartíðinda vegna athugasemda stofnunarinnar við tillöguna.
Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemdir Skipulagsstofnunar. Nefndin hefur nú þegar komið rökstuddum skoðunum sínum á framfæri í bréfi dags. 20. janúar 2016. Að mati nefndarinnar er deiliskipulagstillagan í fullu samræmi við þágildandi og núgildandi aðalskipulag Rangárþings eystra. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna deiliskipulagsbreytingu fyrir Hellishóla og mælist til þess að auglýsing um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar verði birt í b- deild Stjórnartíðinda.
1405009Lambafell – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta jarðarinnar Lambafells, Austur-Eyjafjöllum. Tillagan tekur til fyrirhugaðrar verslunar- og þjónustulóðar innan jarðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu 150-180 herbergja hótels að hámarki 9000m², að hluta til á þremur hæðum. Einnig gerir tillagan ráð fyrir byggingu sundlaugar og heitra potta á lóðinni. Í bréfi dags. 5. nóvember 2015 gerir Skipulagsstofnun athugasemdir við að auglýsing um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar verði birt í b-deild Stjórnartíðinda vegna athugasemda stofnunarinnar við tillöguna.
Skipulagsnefnd fjallar um athugasemdir Skipulagsstofnunar. Komið hefur verið á móts við athugasemdir stofnunarinnar með óverulegum breytingum á skipulagstillögu. Gert er betur grein fyrir neysluvatni og fráveitu. Bætt hefur verið við skýringaruppdrætti við tillöguna. Leiðréttingar hafa verið gerðar varðandi hæð bygginga og fjölda herbergja. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu og mælist til þess að tillagan með áorðnum óverulegum breytingum verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1603018Hólmar – Landskipti
Axel Þór Sveinbjörnsson kt. 090772-4229 og Silja Ágústsdóttir kt. 161273-3849, óska eftir því að skipta 250,8 ha landi úr jörðinni Hólmar ln. 163870, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 4. mars 2016. Hið útskipta land fær heitið Önundarstaðir. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Hólmum ln. 163870.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Fundi slitið 19:05
________________________________________________________
Guðlaug Ósk SvansdóttirÞorsteinn Jónsson
________________________________________________________
Lilja EinarsdóttirGuðmundur Ólafsson
____________________________
Anton Kári Halldórsson