50. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn þriðjudaginn 9. maí 2017, kl. 09:00 í Litla-sal, Hvoli, Austurvegi 8, Hvolsvelli. 

Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Lilja Einarsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Víðir Jóhannsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. 

Áheyrnarfulltrúar sveitarstjórnar: Ísólfur Gylfi Pálmason

Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð. 

Skipulagsnefnd samþykkir að bæta eftirfarandi erindi á dagskrá:
1705018Ráðagerði – Deiliskipulag




Efnisyfirlit:

SKIPULAGSMÁL:
1.1705010Ytri-Skógar - Lóðarumsókn
2.1705009Neðri-Dalur lóð – Umsókn um stöðuleyfi
3.1705008Stóra-Mörk 3 - Landskipti
4.1705007Skarðshlíð II - Landskipti
5.1703035Hvolsvöllur Tengivirki - Deiliskipulag
6.1703020Núpsbakki 1 - Deiliskipulag
7.1701063Lambafell - Deiliskipulagsbreyting
8.1701059Ytri-Skógar lóð – Umsókn um byggingarleyfi
9.1610071Gunnarsgerði - Deiliskipulagsbreyting
10.1610067Skíðbakki, Bryggjur – Deiliskipulag
11.1705018Ráðagerði - Deiliskipulag

AFGREIÐSLUFUNDIR BYGGINGARFULLTRÚA:

161205311. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
170204812. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
170306013. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 


SKIPULAGSMÁL:
1.1705010Ytri-Skógar - Lóðarumsókn
Eyja Þóra Einarsdóttir, Jóhann Frímannsson og Einar Þór Jóhannsson, sækja um að fá úthlutað verslunar- og þjónustulóðunum fyrir sunnan Fossbúð, Ytri-Skógum. 
Skipulagsnefnd vísar umsókninni til Héraðsnefnda Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslna.  





2.1705009Neðri-Dalur lóð – Umsókn um stöðuleyfi
Ástvaldur Óskarsson kt. 251062-4049, sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi vegna fyrihugaðra skipulagðra ferða á Eyjafjallajökul, á óstofnaðri lóð úr landi Neðra-Dals, við afleggjara af Þórsmerkurvegi að Hamragarðaheiði. 
Skipulagsnefnd hafnar veitingu stöðuleyfis. Skipulagsnefnd beinir því til umsækjanda að ef hann hyggur á slíkan rekstur er nauðsynlegt að óska eftir breytingu á aðalskipulagi og vinna deiliskipulag fyrir svæðið samhliða. Einnig bendir nefndin á að mikilvægt sé að ganga frá samningum um aðgengi við landeigendur á svæðinu.   

3.1705008Stóra-Mörk 3 - Landskipti
Ásgeir Árnason kt. 240456-7969 og Ragna Aðalbjörnsdóttir kt. 190462-3319, óska eftir því að skipta 1050 m² lóð fyrir íbúðarhús úr jörðinni Stóru-Mörk 3 ln. 163810, skv. Meðfylgjandi uppdrætti unnum af Vigfúsi Þór Hróbjartssyni dags. 30. mars 2017. Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Stóra-Mörk 4. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Stóra-Mörk 3 ln. 163810. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðinni. 

4.1705007Skarðshlíð II - Landskipti
Eyja Þóra Einarsdóttir f.h. Fjallafje ehf. kt. 620515-1160, Jóhann Frímannsson kt. 140952-3709 og Ólafur Tómasson kt. 271047-4609, óska eftir því að skipta 5371m² lóð úr jörðinni Skarðshlíð II ln. 163719, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 29. mars 2016. Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Skarðshlíð. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Skarðshlíð II ln. 163719. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðinni.   

5.1703035Hvolsvöllur Tengivirki - Deiliskipulag
Tillagan gerir ráð fyrir núverandi lóð verði skipt upp í tvær lóðir. Á annari lóðinni verður heimilt að reisa allt að 700m² aðveitustöð á einni til tveimur hæðum. Hámarkshæð húss verður 11 m. Aðveitustöðinni er ætlað að hýsa allt að 66 kV rofabúnað til tengingar við þær línur og strengi sem koma í tengivirkið. Öll starfsemi skal fara fram innanhúss en ekki er gert ráð fyrir tengivirki utanhúss á lóðinni. Á hinni lóðinni verður heimilt að stækka núverandi aðveitustöð í allt að 150m². Hámarkshæð húss verður 7 m. Einnig verður heimilt að reisa á lóðinni allt að 3000m² lagerhúsnæði sem leysir af hólmi hluta núverandi lagersvæða. Hámarkshæð lagershúss verður 7,5 m. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 27. mars, með athugasemdafresti til 8. maí 2017.  
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

6.1703020Núpsbakki 1 - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 7,5 ha úr jörðinni Núpsbakka 1 ln.175933. Tillagan tekur til fjögurra byggingarreita, fyrir stækkun núverandi íbúðarhúss og fjárhúss, fyrir byggingu nýs íbúðarhúss og nýs frístundarhús. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 27. mars, með athugasemdafresti til 8. maí 2017.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   

7.1701063Lambafell - Deiliskipulagsbreyting
Tillagan gerir ráð fyrir að byggingarreitur nr. 2, í gildandi deiliskipulagi, þar sem gert var ráð fyrir byggingu skemmu sé felldur niður. Í staðinn er gert ráð fyrir 15 lóðum og byggingarreitum fyrir smáhýsi sem hugsuð eru til útleigu. Stærð hvers smáhýsis getur verið allt að 30m². Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 27. mars, með athugasemdafresti til 8. maí 2017.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Brugðist hefur verið við umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, með óverulegum breytingum á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   

8.1701059Ytri-Skógar lóð – Umsókn um byggingarleyfi
Elías Rúnar Kristjánsson f.h. Hótels Skóga kt. 691211-1500, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun Hótels Skóga á lóðinni Ytri-Skógar lóð ln. 163691, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Einari V. Tryggvasyni. Skipulagsnefnd samþykkti á 47. fundi sínum þann 2. febrúar 2017, að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Grenndarkynning hefur farið fram og var athugasemdafrestur til 19. apríl 2017. Engar athugasemdir bárust. 
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að ganga frá samþykkt um byggingaráform.  

9.1610071Gunnarsgerði - Deiliskipulagsbreyting
Rangárþing eystra leggur fram deiliskipulagsbreytingu fyrir Gunnarsgerði á Hvolsvelli. Gildandi deiliskipulag var samþykkt í sveitarstjórn 13.03.2008. Ástæða endurskoðunarinnar eru margvísilegar, svo sem fábreytileiki húsgerða, skortu á gestabílastæðum, skilgreining byggingarreita, stærð opins svæðis á milli Gunnarsgerðis og Króktúns ofl. Breytingartillagan gerir ráð fyrir allt að 27 íbúðum í rað, par og einbýlishúsum. Bílastæðum er fjölgað og staðsetningu þeirra breytt. Þar sem byggt hefur verið of nærri norður lóðamörkum við Njálsgerði, norðan götu eru þær lóðir við Njálsgerði stækkaðar um 3m til norðurs. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 27. mars, með athugasemdafresti til 8. maí 2017.
Anton Kári víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Ein athugasemd barst á auglýsingartímanun. Athugasemd snýr að legu Vallarbrautar að Gunnarsgerði og auknu byggingarmagni smáíbúða í Gunnarsgerði. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd varðandi legu Vallarbrautar og samþykkir að hnika henni til vesturs í samræmi við núverandi lóðamörk Njálsgerðis 1. Nefndin telur ekki ástæðu til að endurskoða íbúðamagn í Gunnarsgerði, einungis er fjölgun um 4 íbúðir að ræða frá gildandi deiliskipulagi. 

10.1610067Skíðbakki, Bryggjur – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 2,6 ha landspildu úr jörðinni Skíðbakka 1. Gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum fyrir byggingu íbúarhúss, viðbyggingu við núverandi gestahús og nýtt gestahús. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 27. mars, með athugasemdafresti til 8. maí 2017. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Vegagerðar er bent á að skynsamlegra er að tengja aðkomuveg að Krossi, líkt og skipulagsnefnd benti á, síðast þegar málið var fyrir nefndinni. Einnig bendir nefndin á ákvæði aðalskipulags Rangárþings eystra 2012-2024, kaflar 4.3.1 og 4.17.5. Skipulagsnefnd leggur til að skoðaðir verði allir möguleikar varðandi þá tengingu. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.  
 
11.1705018Ráðagerði - Deiliskipulag
Svanur Sigurjón Lárusson kt. 070852-2179 og Sigurborg Þ Óskarsdóttir kt. 010153-3289, óska eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir frístundasvæði á lóð sinni Ráðagerði ln. 224947. Tillagan tekur til 8 frístundalóða, þar sem heimilt verður að byggja frístundahús ásamt geymslu og gestahúsi. Innan svæðisins er malarnám á vegum Vegagerðarinnar sem nú hefur verið aflagt. Gert er ráð fyrir því að umbreyta gömlum malarnámunum og búa til eina samfellda tjörn.  
Guðlaug Ósk Svansdóttir víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Einnig leggur nefndin til að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra, þar sem landnotkun á umræddu svæði verði breytt í frístundasvæði. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010



AFGREIÐSLUFUNDIR BYGGINGARFULLTRÚA:

161205311. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Frestað

170204812. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Frestað

170306013. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 
Frestað


 Fundi slitið 10:01

________________________________________________________
Guðlaug Ósk SvansdóttirÞorsteinn Jónsson

________________________________________________________
Lilja EinarsdóttirGuðmundur Ólafsson

________________________________________________________
Víðir JóhannssonAnton Kári Halldórsson