- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
56. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn þriðjudaginn 6. febrúar 2018, kl. 12:00 á skrifstofu sveitarstjóra, Hvoli, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Lilja Einarsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Víðir Jóhannsson, Guðmundur Ólafsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð.
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1.1801051Landgræðslusvæði Vestur-Landeyjasandi - Landskipti
2.1801050Dalssel 3 - Landskipti
3.1801049Seljalandheiðarnáma – Beiðni um umsögn
4.1801048Seljalandsfoss – Endurnýjun á stöðuleyfi
5.1801047Búðarhóll 1 – Landskipti
6.1801046Stórólfshvoll, veiðihús – Deiliskipulagsbreyting
7.1801045Heylækur 2 - Landskipti
8.1801026Hvolsvöllur – Deiliskipulag nýrra íbúðahverfa
9.1801021Syðri-Kvíhólmi – Landskipti
10.1801011Sýslumannstúnið, Hvolsvelli – Deiliskipulag
11.1511092Hvolsvöllur, miðbær – Deiliskipulag
12.1801025Hvolsvöllur – Auglýsing um lóðaúthlutanir
SKIPULAGSMÁL:
1.1801051Landgræðslusvæði Vestur-Landeyjasandi - Landskipti
Óskar Páll Óskarsson f.h. Ríkiseigna kt. 690981-0259, óskar eftir því að landið, Landgræðslusvæði Vestur-Landeyjasandi verði stofnað skv. meðfylgjandi gögnum. Í heildina er um að ræða 2709 ha landsvæði milli Hólsár og Affalls skv. meðfylgjandi uppdrætti unum af Landgræðslu ríkisins dags. í nóvember 2017.
Afgreiðslu erindisins frestað. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir lögfræðilegu áliti á umbeðnum landskiptum.
2.1801050Dalssel 3 - Landskipti
Símon Oddgeirsson kt. 021227-2269, óskar eftir því að skipta 3 spildum úr jörðinni Dalsseli 3 ln. 192638, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Eysteini Dofrasyni dags. í nóvember 2017. Óskað er eftir því að spildurnar fái heitin Einarssel, Símonarsel og Oddgeirssel.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdi við landskiptin og heitin á spildunum.
3.1801049Seljalandheiðarnáma – Beiðni um umsögn
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum óskar Skipulagsstofnun eftir því að Rangárþing eystra gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum efnistaka úr Seljalandsheiðarnámu skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.
Um er að ræða 40.000 m³ efnistöku úr núverandi námu á Seljalandsheiði, skilgreindri sem E-422 í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Staðsetning námunnar er innan hverfisverndarsvæðis Hv-624, Fjallabakssvæðið. Að mati skipulagsnefndar er vel gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun í gögnum framkvæmdaraðila. Gera þarf breytingu á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra í sarmæmi við fyrihugaða efnistöku. Einnig þarf framkvæmdaraðila að sækja um framkvæmdarleyfi til Rangárþings eystra. Að mati skipulagsnefndar er ekki þörf á því að malarnám úr Seljarlandsheiðarnámu gangist undir umhverfismat.
4.1801048Seljalandsfoss – Endurnýjun á stöðuleyfi
Heimir Hálfdanarson, Atli Már Bjarnason og Elísabet Þorvaldsdóttir f.h. Seljaveitinga ehf. kt. 650213-1730, sækja um framlengingu á stöðuleyfi fyrir greiðasölu við Seljalandsfoss.
Skipulagsnefnd samþykkir framlegningu stöðuleyfis til eins árs.
5.1801047Búðarhóll 1 – Landskipti
Haraldur Konráðsson kt. 180955-5269 og Helga Bergsdóttir kt. 141258-4199, óska eftir því að skipta 158,4 ha spildu úr jörðinni Búðarhóli 1 ln. 163850, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af EFLU dags. 19.01.2018. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái heiti Áland. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Búðarhóli 1, ln. 163850
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni.
6.1801046Stórólfshvoll, veiðihús – Deiliskipulagsbreyting
Helgi Kjartansson f.h. Lax-á ehf. kt. 690589-1419, óskar eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Stórólfshvol-Veiðihús. Breytingin felur í sér að afmarkaður er nýr byggingarreitur nr. 8. Innan byggingarreits verður heimilt að byggja allt að 200m² bað/saunahús fyrir gesti svæðisins. Að öðru leyti haldast byggingarskilmálar svæðisins óbreyttir frá fyrra deiliskipulagi sem staðfest var 04.10.2001.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins.
7.1801045Heylækur 2 - Landskipti
Landeigendur Heylækjar 2 ln. 164016 óska eftir eftirfarandi landskiptum og breytingum á skráningu. Núverandi heiti Heylækjar 2, breytist í Heylækur 4. Stofnuð verður ný jörð, samtals um 15,11 ha. í fimm hlutum og fær heitið Heylækur 2. Lögbýlisréttur mun færast yfir á nýju jörðina. Afmörkun sumarbústaðarlóðarinnar Heylækur 2 ln. 164017, mun breytast og verður heildar stærð um 15,11 ha. í þremur hlutum. Heiti jarðarinnar breytist í Heylækur 3. Meðfylgjandi umsókninni eru hnitsettur uppdráttur unnin af Höllu Kjartansdóttur dags. 17.01.2018 og Landskiptagjörð dags. 17.01.2018.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin, breytingarnar og heitið á jörðunum.
8.1801026Hvolsvöllur – Deiliskipulag nýrra íbúðahverfa
Lagt fram til kynningar fyrstu drög að deiliskipulagi nýrra íbúðasvæða á Hvolsvelli. Umrædd svæði eru skilgreind í aðalskipulagi Rangárþings eystra sem ÍB-130 og ÍB-131.
Skipulagsnefnd leggur til að óskað verði eftir tillögum frá fleiri hönnuðum á framtíðar íbúðasvæði á Hvolsvelli og góðum tengingum akandi, hjólandi og gangandi á milli hverfa. Nefndin leggur til að fyrir næsta fund skipulagsnefndar verði tillögurnar tilbúnar.
9.1801021Syðri-Kvíhólmi – Landskipti
Landeigendur Syðri-Kvíhólma ln. 163801, óska eftir því að skipta 0,94 ha lóð úr jörðinni skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 06.09.2017. Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Kvíhólmi. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Syðri-Kvíhólmi ln. 163801.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðinni.
10.1801011Sýslumannstúnið, Hvolsvelli – Deiliskipulag
Lagt fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir sýslumannstúnið á Hvolsvelli. Umrætt svæði ser skilgreint í aðalskipulagi Rangárþings eystra sem ÍB-112.
Skipulagsnefnd ræðir tillöguna. Skipulagsfulltrúa falið óska eftir breytingum á uppdrætti í samræmi við umræður á fundi.
11.1511092Hvolsvöllur, miðbær – Deiliskipulag
Rangárþing eystra hefur á undanförnum misserum verið að vinna að endurskoðun miðbæjarskipulagsins á Hvolsvelli. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar og breytt tillaga í kjölfarið. Lagt fram til kynningar.
Fyrirliggjandi tillaga rædd á breiðum grundvelli.
Bókun vegna deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Hvolsvallar
Tillaga að nýju miðbæjarskipulagi á Hvolsvelli er tilkomið vegna þess að skipulagið sem er í gildi var talið of þétt og of mikið af byggingarmagni á litlu og viðkvæmu svæði. Svæði sem afmarkast af Austurvegi, Hlíðarvegi, Hvolsvegi og Vallarbraut. Samkvæmt íbúavefnum og íbúafundum vilja íbúar meira grænt svæði í miðbæinn en nýja deiliskipulagstillagan á umræddu svæði gerir aðeins ráð fyrir fækkun á byggingarmagni um ca 27 %. Minnkun á byggingarmagni er að mestu til komið vegna þess að annars vegar er bílakjallari ekki lengur til staðar og hins vegar vegna breytinga á íbúðarhúsnæði í miðbænum. Í nýrri tillögu er íbúðabyggðin öll austast í skipulaginu á bak við Austurveg 4 og Austurveg 2. Byggingarreitirnir þrengja verulega að Austuvegi 4. Þeir hindra meðal annars mögulega stækkun á Austuvegi 4, aðkomu fyrir vörur að verslun og þrengja einnig að bílastæðum sem er vöntun á í tillögunni. Tillagan gengur einnig óþarfa mikið á grænt svæði, en byggingar eru ekki afturkræfar þegar þær hafa verið reistar. Skynsamlegt er að fullnýta ekki allt svæðið undir íbúðabyggð, sveitarfélagið á nóg af landi undir íbúðalóðir, þ.e.a.s. norðan/vestan við núverandi byggð.
Í ljósi þessa er rétt að falla frá því að gera Sóleyjargötu og sleppa lóðum nr. 1-3 og 5-9 við Sóleyjargötu. Hafa einungis íbúðir við Hlíðarveg/Vallarbraut með aðkomu frá Hlíðarvegi og/eða frá Vallarbraut. Með því er verið að gefa framtíðinni tækifæri á að efla þjónustu og verslun við Austurveg 4 og halda stærri hluta af miðbænum sem grænu svæði.
Þegar vinnan við nýtt miðbæjarskipulag hófst var ekki vitað hversu umfangsmikil starfsemin á annarri hæð við Austurvegi 4 yrði. Núna er ljóst að þar verða um 20 manns með starfstöð. Starfsemin kallar á um 30 bílastæði, þar af eru m.a. 3-4 fyrirtækjabílar og þar fyrir utan viðskiptavinir sem sækja þangað þjónustu. Ef tekin eru 5 bílastæði og eitt bílastæði fyrir fatlaða fyrir Eldstó sem er við Austurveg 2 þá eru eftir samtals 52 bílastæði (þar af eru 7 stæði sem eru fyrir miðbæjartúnið) og tvö fyrir fatlaða fyrir alla starfsemi við Austurveg 4. Auk þess er ekki gert ráð fyrir bílastæðum fyrir ökutæki með dráttarvagna. Þá er ekki of mörg bílastæði eftir fyrir alla aðra starfsemi að Austurvegi 4.
Sveitarstjórn sem er jafnframt vinnuhópurinn sem vann þessa vinnu ásamt skipulagsráðgjafa og skipulagsfulltrúa eru hvött til að skoða tillöguna betur m.t.t. þeirra þátta sem hér hafa verið nefndir.
Guðlaug Ósk Svansdóttir formaður skipulagsnefndar
Stækkun á miðbæjarsvæðinu
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórna að gera göturnar Hlíðaveg og Hvolsveg hluta af miðbæjarskipulaginu á Hvolsvelli. Um er að ræða svæði sem afmarkast af Hlíðarvegi, Hvolsvegi og Vallarbraut en þar er ekkert skipulag í dag. Við þessar götur er blönduð byggð sem á vel við í miðbæjarskipulaginu. Auk íbúðahúsa þá er þar er að finna Hótel, gististaði, veitingastaði, snyrtistofu, húsnæði Rauða Krossins, Leikskóla, vélaverkstæði, söfn, sýningar, upplýsingamiðstöð ásamt verslun, Lögreglustöð og slökkvistöð.
12.1801025Hvolsvöllur – Auglýsing um lóðaúthlutanir
Lóðir í Gunnarsgerði, Hvolstúni og við Nýbýlaveg hafa verið auglýstar til úthlutunar. Umsóknarfrestur var til 31. janúar 2018. All bárust 6 umsóknir um lóðirnar.
Um lóðina Nýbýlaveg 48, bárust tvær umsóknir og því þarf að draga um útlhutun þeirrar lóðar á fundi sveitarstjórnar.
Eðalbyggingar kt. 470406-1430, sækir um lóðina Gunnarsgerði 4. Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Eðalbyggingar kt. 470406-1430, sækir um lóðina Nýbýlavegur 46. Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Stjörnumót ehf. kt. 500306-2380, sækir um lóðina Hvolstún 25. Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Stjörnumót ehf. kt. 500306-2380, sækir um lóðina Hvolstún 27. Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Fundi slitið 14:40
Guðmundur Ólafsson
Anton Kári Halldórsson
Lilja Einarsdóttir
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Þorsteinn Jónsson
Víðir Jóhannsson