- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
60. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn mánudaginn 25. júní 2018, kl. 10:00 á skrifstofu sveitarstjóra, Hvoli, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Anton Kári Halldórsson, Esther Sigurpálsdóttir, Víðir Jóhannsson og Anna Runólfsdóttir. Lilja Einarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað er mættur Rafn Bergsson.
Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð.
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1. Kosning formanns og varaformanns
2. 1806060 Skipulagsnefnd – Erindisbréf 2018
3. 1806059 Múlakot lóð – Umsókn um byggingarleyfi
4. 1806058 Gunnarsgerði 8 og 10 – Fyrirspurn vegna deiliskipulagsbreytingar
5. 1806057 Hvolstún 13 – Fyrirspurn vegna notkunnar
6. 1806056 Dalssel 2 – Landskipti, stofnun Dalssels 4
7. 1806055 Eyvindarholt lóð A – Umsókn um breytt heiti
8. 1806054 Hellishólar – Aðalskipulagsbreyting, íbúðarsvæði
9. 1806043 Tröð – Landskipti, stofnun Traðar 1
10. 1806032 Hellisvellir – Ósk um leyfi fyrir tjaldbúðum
11. 1805009 Vesturskák - Aðalskipulagsbreyting
12. 1805007 Ráðagerði - Aðalskipulagsbreyting
13. 1805006 Eyvindarholt – Aðalskipulagsbreyting
14. 1805005 Eystra-Seljaland – Aðalskipulagsbreyting
15. 1804024 Hemla 2 lóð – Deiliskipulag
16. 1804020 Núpur 2 – Deiliskipulag
17. 1801011 Sýslumannstúnið á Hvolsvelli – Deiliskipulag
18. 1710061 Brúnir – Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagstillaga
19. 1607032 Stóra-Borg – Deiliskipulagstillaga
20. 1501040 Guðnastaðir / Skækill – Aðalskipulagsbreyting
SKIPULAGSMÁL:
1. Kosning formanns og varaformanns
Lögð er fram tillaga um að Anton Kári Halldórsson verði kosin formaður skipulagsnefndar Rangárþings eystra og Lilja Einarsdóttir varaformaður.
Skipulagsnefnd samþykkir kosningu formanns og varaformanns samhljóða.
2. 1806060 Skipulagsnefnd – Erindisbréf 2018
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir skipulagsnefnd Rangárþings eystra.
Skipulagsnefnd fer yfir drög að erindisbréfi fyrir nefndina. Erindisbréfinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar.
3. 1806059 Múlakot lóð – Umsókn um byggingarleyfi
Sigríður J. Friðjónsdóttir og Sigríður A. Pálmadóttir, sækja um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Múlakot lóð ln. 164143, skv. meðfylgjandi uppdráttum og fylgigögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir að umsóknin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að vikið er frá ákvæðum gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.
4. 1806058 Gunnarsgerði 8 og 10 – Fyrirspurn vegna deiliskipulagsbreytingar
Andri Leó Egilsson f.h. Naglafars ehf. óskar eftir áliti skipulagsnefndar á sameiningu einbýlishúsalóðanna Gunnarsgerði 8 og 10, á þeim yrði byggt raðhús í stað einbýlishúsa.
Skipulagsnefnd telur ekki æskilegt að gera breytingu á deiliskipulaginu að svo stöddu. Hins vegar verður gert ráð fyrir fjölbreyttu lóðaúrvali við deiliskipulagsgerð næsta íbúðasvæðis sem er í vinnslu.
5. 1806057 Hvolstún 13 – Fyrirspurn vegna notkunnar
Jón Karl Snorrason og Þórey Jónsdóttir óska eftir áliti skipulagsnefndar á þeim fyrirætlunum sínum að reka gistiheimili á neðri hæð húss sem þau áælta að byggja á lóðinni Hvolstún 13.
Skipulagsnefnd bendir á að í deiliskipulagi svæðisins og í aðalskipulagi Rangárþings eystra er ekki gert ráð fyrir gisti- eða öðrum rekstri í íbúðabyggð. Því tekur skipulagsnefnd neikvætt í erindið.
6. 1806056 Dalssel 2 – Landskipti, stofnun Dalssels 4
Símon Oddgeirsson og Þórunn Ólafsdóttir, óksa eftir því að skipta spildunni Dalssel 4 178,2 ha úr jörðinni Dalssel 2 ln. 192637, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Eflu ehf. dags. 28. mars 2018.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni.
7. 1806055 Eyvindarholt lóð A – Umsókn um breytt heiti
Stefán Laxdal Aðalsteinsson og Guðbjörg Garðarsdóttir óska eftir því að breyta um heiti á lóðinni Eyvindarholt lóð A ln. 220008. Óskað er eftir því að nýtt heiti verði Steinborg.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytt heiti lóðarinnar.
8. 1806054 Hellishólar – Aðalskipulagsbreyting, íbúðarsvæði
Rangárþing eystra leggur fram lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Lýsingin tekur til breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Fyrirhugað er að breyta landnotkun á 6,6 ha í landi Hellishóla í Fljótshlíð úr frístundabyggð (F) í íbúðabyggð (ÍB). Samkvæmt drögum að deiliskipulagi eru á svæðinu gert ráð fyrir 13 lóðum af mismunandi stærðum, allt frá 3.500 í rúmlega 6.000m2, fyrir einlyft einbýlishús.
Víðir Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. 1806043 Tröð – Landskipti, stofnun Traðar 1
Haraldur Guðfinnsson og Anna Rós Bergsdóttir, óska eftir því að skipta spildunni Tröð 1, 43,6ha úr jörðinni Tröð ln. 191787, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 18. júní 2018. Mhl. 03, skemma, færist yfir á nýju lóðina.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni.
10. 1806032 Hellisvellir – Ósk um leyfi fyrir tjaldbúðum
Ólafur Helgi Þorgrímsson og Þorgrímur Ólafsson f.h. Luxury Adventures, sækja um leyfi til uppsetningar á tjaldbúðum að Hellisvöllum, Fljótshlíð. Um er að ræða 2-5 gistitjöld ásamt salernistjaldi og matartjaldi, samtals um 25-30m2. Tjöldin yrðu reist 3-5 skipti yfir sumarið, 5-6 daga í senn.
Skipulagsnefnd hafnar umsókninni.
11. 1805009 Vesturskák – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagssvæðið nær til svo kallaðar Vesturskákar sem upprunalega er úr landi Kirkjulækjarkots við Fljótshlíðarveg. Núverandi frístundabyggð (F) verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ), þar sem fyrirhugað er að rísi nýbyggingar fyrir ferðaþjónustu.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 14. maí 2018. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 1805007 Ráðagerði – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin tekur til landsins Ráðagerði, samtals um 16,8 ha. Landnotkun svæðisins verði breytt úr landbúnaðarsvæði (L) í frístundabyggð (F). Samtals verður gert ráð fyrir allt að 8 frístundalóðum á svæðinu.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 14. maí 2018. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13. 1805006 Eyvindarholt – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin tekur til landsins Langhólma, samtals um 36,2 ha. Landnotkun svæðisins verði breytt úr landbúnaðarsvæði (L) í frístundabyggð (F). Samtals verður gert ráð fyrir allt að 14 frístundalóðum á svæðinu.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 14. maí 2018. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. 1805005 Eystra-Seljaland – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin tekur til um 8,6 ha lands úr jörðinni Eystra-Seljaland. Landnotkun svæðisins verði breytt úr landbúnaðarsvæði (L) í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ). Fyrirhuguð er ferðaþjónusta á svæðinu, hótel á eystri hluta svæðisins, en að öðru leyti liggja ekki fyrir útfærðar hugmyndir um starfsemi.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 14. maí 2018. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. 1804024 Hemla 2 lóð – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 1,2 ha af spildunni Hemla 2 lóð. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita, annars vegar fyrir stækkun núverandi húss og hins vegar fyrir byggingu allt að 3 gestahúsa. Einnig gerir tillagan ráð fyrir nýrri aðkomu að lóðinni. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 23. apríl 2018, með athugasemdafresti til 4. júní 2018.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Vegagerðarinnar um tillöguna kemur fram að hún leggist gegn því að gerð verði ný tenging við þjóðveg 1 og að æskilegt sé að nýta sömu tengingu og Hemla 2, Hemluvegur (2509). Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Vegagerðarinnar og samþykkir deiliskipulagstillöguna með þeim breytingum að sama tenging verði notuð þ.e. Hemluvegur (2509). Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16. 1804020 Núpur 2 – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 0,8 ha lóðar úr jörðinni Núpi 2, Vestur-Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúss, bílskúrs og gestahúss, ásamt aðkomuvegi að lóðinni. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 23. apríl 2018, með athugasemdafresti til 4. júní 2018.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Vegagerðarinnar er nýrri tengingu við Skálaveg hafnað, þar sem hún samræmist ekki veghönnunarreglum. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með þeim fyrirvara að fundin verði lausn í samráði við Vegagerðina varðandi vegtengingu að lóðinni. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17. 1801011 Sýslumannstúnið á Hvolsvelli – Deiliskipulag
Um er að ræða 1,6 ha svæði sem skilgreint er í aðalskipulagi sveitarfélagsins ÍB 112. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur parhúsum með samtals 4 íbúðum og innbyggðum bílgeymslum og einu raðhúsi án bílgeymsla með 8 smáíbúðum. Einnig eru skilgreindir byggingarreitir, nýtingarhlutfall og aðkoma að „Sýslumannshúsinu“ Samtals eru því 13 íbúðir á skipulagssvæðinu og þéttleiki 8,1 íb/ha. Skilgreint er leiksvæði nyrst á skipulagssvæðinu. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 23. apríl 2018, með athugasemdafresti til 4. júní 2018.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að gera þurfi könnunarskurð í hól sem lendir innan vegsvæðis skv. tillögunni, áður en framkvæmdir hefjast. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Minjastofnunar og leggur til að farið verði að tillögum hennar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18. 1710061 Brúnir – Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagstillaga
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 verði breytt á þann veg að spilda úr landi Brúna sem er landbúnaðarsvæði (L), verði verslunar- og þjónustusvæði (VÞ). Skipulagssvæðið er vestan við vegamót Suðurlandsvegar og Landeyjahafnarvegar. Einnig er lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir sama svæði, þar sem gert er ráð fyrir að sett verði upp verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, auk bílastæðis og leik/útivistarsvæðis.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 14. maí 2018. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19. 1607032 Stóra-Borg – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja frístundahúsa í landi Stóru-Borgar ln. 163726. Tillagan hefur áður verið auglýst og samþykkt af sveitarstjórn. Vegna tímafresta reyndist nauðsynlegt að auglýsa tillöguna aftur. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 23. apríl 2018, með athugasemdafresti til 4. júní 2018.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í núverandi tillögu hefur verið brugðist við athugasemd Minjastofnunar sem gerð var við fyrri tillögu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20. 1501040 Guðnastaðir / Skækill – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 verði breytt þannig að spilda úr landbúnaðarlandi (L) Skækils/Guðnastaða í Landeyjum verði flugbraut/lendingarstaður (FB). Um er að ræða eina flugbraut 80 x 1100m á túni. Fyrirhuguð er aðstaða til einkaflugs, þjónustu við ferðamenn, útsýnisflug ofl.
Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa 14. maí 2018. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið 11:32