- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
65. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn
mánudaginn. 7. janúar, kl. 09:00 á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Anton Kári Halldórsson, Anna Runólfsdóttir, Víðir Jóhannssson, Lilja Einarsdóttir og Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Guðmundur Úlfar Gíslason ritaði fundargerð.
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1. 1309001 Hamragarðar/Seljalandsfoss – Deiliskipulag
2. 1603062 Hamragarðar/Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting
3. 1501040 Guðnastaðir/Skækill – Aðalskipulagsbreyting
4. 1805006 Eyvindarholt – Aðalskipulagsbreyting
5. 1805007 Ráðagerði – Aðalskipulagsbreyting
6. 1811039 Húsadalur/Langidalur – Umsókn um framkvæmdarleyfi
7. 1812044 Miðskáli 2-3 – Landskipti
8. 1901001 Efri-Úlfsstaðir - Landskipti
9. 1805040 Bergþórshvoll – Krafa um stöðvun óleyfisframkvæmdar
10. 1811043 Heimavöllur hestsins
11. 1901005 Fíflholtssuðurhjáleiga 1b – Umsókn um nafnabreytingu
12. 1802046 Fornhagi - Deiliskipulag
13. 1901006 Fornhagi – Aðalskipulagsbreyting
14. 1811011 Markarfljót – Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts
15. 1901010 Útskák - Aðalskipulagsbreyting
SKIPULAGSMÁL:
1. 1309001 Hamragarðar/Seljalandsfoss – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu tekur til um 90 ha svæði við Hamragarða og Seljalandsfoss. Tillagan tekur m.a. til breyttrar aðkomu að svæðinu með tilfærslu á Þórsmerkurvegi nr. 249, breytingar eru gerðar á legu núverandi göngustíga og skilgreiningum þeirra, staðsetningu bílastæða og byggingar þjónustusmiðstöðvar. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við tillöguna í bréfi dags. 9. desember 2018. Brugðist hefur verið við athugasemdunum og óverulegar breytingar gerðar á tillögunni. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 1603062 Hamragarðar/Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Afmarkað verði afþreyingar- og ferðamannasvæði við Hamragarða og Seljalandsfoss og legu Þórsmerkurvegar breytt þar sem hann fer um svæðið. Annars vegar er um að ræða breytingu á landnotkun við Hamragarða og Seljalandsfoss úr landbúnaðarsvæði (L) og afþreyingar- og ferðamannasvæði af óskilgreindri stærð (AF) í 90 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Hins vegar tekur breytingin til færslu Þórsmerkurvegar (nr.249) til vesturs að varnargarði Markarfljóts. Um er að ræða nýjan vegarkafla sem tengist Þjóðvegi 1, skammt austan Markarfljótsbrúar og liggur meðfram varnargarði Markarfljóts allt að Gljúfurá í norðri þar sem hann tengist núverandi Þórsmerkurvegi. Núverandi Þórsmerkurvegur frá Þjóðvegi 1 að Gljúfurá verður þar með lagður af sem tengivegur nema allra syðst þar sem stuttur vegarkafli sem tengist Þjóðvegi 1 verður aðkomuleið að skógræktarsvæði (SL-411). Legu göngu- og reiðleiðar um svæðið er breytt og aðlöguð breyttum aðstæðum. Engin breyting verður á skógræktarsvæðinu né heldur staðsetningu áningarstaða Kötlu jarðvangs.
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við tillöguna í bréfi dags. 6. desember 2018. Brugðist hefur verið við athugasemdunum og óverulegar breytingar gerðar á tillögunni. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. 1501040 Guðnastaðir/Skækill – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 verði breytt þannig að spilda úr landbúnaðarlandi (L) Skækils/Guðnastaða í Landeyjum verði flugbraut/lendingarstaður (FB). Um er að ræða eina flugbraut 80 x 1100m á túni. Fyrirhuguð er aðstaða til einkaflugs, þjónustu við ferðamenn, útsýnisflug ofl.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum ásamt ábúendum í næsta nágrenni fyrirhugaðs flugvallar. Afgreiðslu erindisins frestað.
4. 1805006 Eyvindarholt – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin tekur til landsins Langhólma, samtals um 36,2 ha. Landnotkun svæðisins verði breytt úr landbúnaðarsvæði (L) í frístundabyggð (F). Samtals verður gert ráð fyrir allt að 14 frístundalóðum á svæðinu.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 1805007 Ráðagerði – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin tekur til landsins Ráðagerði, samtals um 16,8 ha. Landnotkun svæðisins verði breytt úr landbúnaðarsvæði (L) í frístundabyggð (F). Samtals verður gert ráð fyrir allt að 8 frístundalóðum á svæðinu.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 1811039 Húsadalur/Langidalur – Umsókn um framkvæmdarleyfi
RARIK óskar eftir framkvæmdarleyfi til lagningu háspennustrengs 11kV frá Húsadal yfir í Langadal og þaðan að Básum. Einnig er óskað eftir leyfi til uppsetningar á spennistöðvum og öðrum tengdum búnaði.
Þar sem umrædd framkvæmd er innan þjóðlendu þarf samþykki forsætisráðuneytisins við veitingu framkvæmdarleyfis og liggur það fyrir (dags. 5. júní 2018). Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
7. 1812044 Miðskáli 2-3 – Landskipti
Sveinbjörn Jónsson kt: 120163-2059 óskar eftir því að skipta tæplega 7 ha spildu út úr jörðinni Miðskáli 2-3 L172700 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf, dags. 16.12.2018. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái heitið Miðskáli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju spildunni.
8. 1901001 Efri-Úlfsstaðir – Landskipti
Vegagerðin óskar eftir því að skipta rúmlega 1 ha spildu út úr Efri-Úlfsstöðum undir nýtt vegsvæði skv. uppdrætti unnum af Vegagerðinni, dags. 16.11.2018. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái nafnið Efri-Úlfsstaðir vegsvæði 1.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju spildunni
9. 1805040 Bergþórshvoll – Krafa um stöðvun óleyfisframkvæmdar
Til kynningar er úrskurður Úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála vegna kæru Benediktu Haukdal og Rúnólfs Maack, þinglýstra eigenda jarðarinnar Bergþórshvols í V-Landeyjum, um þá ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa Rangþárþings eystra frá 9. október 2018 að stöðva ekki efnistöku án framkvæmdarleyfis í landi Bergþórshvols.
10. 1811043 Heimavöllur hestsins
Til kynningar er erindi frá Bjarka Rúnari Arnarsyni um hugmynd að vettvangi þar sem fólki gefst færi á að hitta íslenska hestinn á heimavelli, fræðast um uppruna hans og sögu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna og upplýsinga hjá umsóknaraðila.
11. 1901005 Fíflholtssuðurhjáleiga 1B – Umsókn um nafnabreytingu
SigurbjörgÁgústa Ólafsdóttir óskar eftir nafnabreytingu á lóðinni Fíflholtssuðurhjáleigu 1B, L218455. Eftir breytingu mun lóðin bera nafnið Hlíð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnið á lóðinni.
12. 1802046 Fornhagi – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan nær til 13 ha svæðis úr jörðinni Fornhagi, þar af eru 6,3 ha tjaldsvæði og 6,7 ha fyrir gistihús. Einnig eru skilgreindar lóðir undir sölusvæði og almenna útivist.
Frestað í kjölfar umsagnar Umhverfisstofnunar.
13. 1901006 Fornhagi – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangþarþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagssvæðið nær til 13 ha svæðis jarðarinnar Fornhagi L189779, þar af eru 6,3 ha tjaldsvæði og 6,7 ha fyrir gistihús. Einnig eru skilgreindar lóðir undir sölusvæði og almenna útivist.
Frestað í kjölfar umsagnar Umhverfisstofnunar.
14. 1811011 Markarfljót – Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts
Umhverfisstofnun vinnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar sbr. 53. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Gerð hefur verið tillaga að friðlýsingu svæðis sem nær yfir vatnasvið Markarfljóts, út frá aðferðafræði sem faghópur 1 í 2. áfanga rammaáætlunar notaði til að afmarka svæði. Annars vegar vegna vatnsaflsvirkjana og hins vegar vegna jarðhitavirkjana.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við friðlýsingarmörk eins og þau eru skilgreind. Nefndin telur jákvætt að friðlýsa það svæði sem tilheyrir hálendi og Markarfljótsgljúfri niður að Húsadal. Hins vegar gerir nefndin verulegar athugasemdir við friðlýsingarmörk niður árfarveg Markarfljóts. Nefndin geri einnig verulegar athugasemdir við skort á samráði við sveitarfélagið og landeigendur þess lands sem fyrirhuguð friðlýsing nær til. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að veita umsögn skv. umræðum á fundi.
15. 1901010 Útskák – Aðalskipulagsbreyting
Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Um er að ræða stækkun á núverandi frístundabyggð (F-353, Hellishólar) úr 10,0 ha í 13,7 ha, eða um 3,7 ha. Stækkunin er einkum til norðurs allt að Goðalandi/Hlíðarbóli. Auk þess er um 0,45 ha landskika breytt úr frístundabyggð (F) í landbúnaðarsvæði (L). Norðurhluti hinnar breyttu frístundabyggðar er landspildan Útskák, 5,8 ha úr landi Kirkjulækjarkots.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn taki saman lýsingu á aðalskipulagsbreytingunni skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.