- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fundargerð
37. fundur, í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra, haldinn
fimmtudaginn 8. desember 2015, kl. 16:15, Ormsveli 1, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Lilja Einarsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Víðir Jóhannsson, Þorsteinn Jónsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Áheyrnarfulltrúar sveitarstjórnar: Kristín Þórðardóttir.
Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð.
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1511148Hlíðarvegur 15 – Umsókn um breytingu á innkeyrslu lóðar
1511136Strönd 2 lóð – Landskipti
1511122Suðurlandsvegur – Fyrispurn v. stöðuleyfis og skiltis.
1511072Steinmóðarbær – Landskipti
1511059Vestmannaeyjabær – Ósk um umsögn v. Aðalskipulags
1505002Hvolstún – Deiliskipulagsbreyting
1309001Hamragarðar / Seljalandsfoss – Deiliskipulag
1512013Hvolstún 29 - Lóðarumsókn
SKIPULAGSMÁL
1511148Hlíðarvegur 15 – Umsókn um breytingu á innkeyrslu lóðar
Ágúst Kristjánsson kt. 110261-5199 og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir kt. 110659-4829, óska eftir heimild til að breyta aðkomu að íbúðarhúsinu sínu Hlíðarvegi 15, Hvolsvelli. Núverandi aðkoma er frá Hvolsvegi. Óskað er eftir að aðkoma breytist og verði frá Hlíðarvegi.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir umrædda lóð. Skipulagsnefnd leggur til að óskað verði eftir formlegri umsögn Vegagerðarinnar þar sem Hlíðarvegur er á forræði hennar.
1511136Strönd 2 lóð – Landskipti
Guðmundur Þ Jónsson fh. S.Þ Guðmundsson ehf. kt. 601201-4450, óskar eftir því að skipta 8 spildum, Heysteyrar 1 – 8, úr jörðinni Strönd 2 lóð ln. 195393, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af EFLU Verkfræðistofu dags. 19.11. 2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin enda kemur skýrt fram að landið verði áfram í landbúnaðarnotum sem er í samræmi við aðalskipulag Rangárþings eystra.
1511122Suðurlandsvegur – Fyrispurn v. stöðuleyfis og skiltis.
Hallgrímur Rögnvaldsson fh. CANTON kt. 460712-0680 óskar eftir álti nefndarinnar vegna hugsanlegrar stöðuleyfisumsóknar fyrir veitingavagni í nágrenni við Seljalandsfoss og uppsetningu á auglýsingarskilti í nágrenni við afleggjara að Landeyjahöfn.
Nefndin tekur neikvætt í erindið, enda samræmist það ekki skipulagi og stefnu sveitarfélagsins.
1511072Steinmóðarbær – Landskipti
Lilja Sigurðardóttir kt. 130733-4179, óskar eftir því að skipta lóð, Steinmóðarbær rofahús, úr jörðinni Steinmóðarbær ln. 163806, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Bölta ehf. dags. 29.07.2014.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
1511059Vestmannaeyjabær – Ósk um umsögn v. Aðalskipulags
Vestmannaeyjabær óskar eftir umsögn Rangárþings eystra við skipulags- og matslýsingu aðalskipulags Vestmannaeyja sem nú er í auglýsingar- og kynningarferli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðað aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014. Skipulagsnefnd bendir á að nafn sveitarfélagsins er ekki rétt í lista yfir umsagnaraðila á bls. 10 í skipulags- og matslýsingu.
1505002Hvolstún – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin felst í að húsagerðir við Hvolstún 5 og 7, og 14 og 16, breytast úr E-1 í R-2, það er úr einnar hæðar einbýlishúsum í einnar hæðar raðhús með innbyggðri bílgeymslu. Austasti hluti götunnar Hvolstún breytist þannig að gangstétt og bílastæði verða austan götunnar en voru áður vestan hennar. Bílastæði á lóð við Hvolstún 8 og 10 færast á vestur hluta lóðar. Byggingarreitir á lóðum breytast sem samsvarar færslunni og bindandi byggingarlína á lóð nr. 8 fellur út.
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 10. júlí, með athugasemdafresti til 21. ágúst 2015. Tvær athugasemdir bárust við tillöguna, önnur þeirra undirrituð af 14 íbúum við Hvolstún og Öldubakka.
Skipulagsnefnd boðaði íbúa í Hvolstúni og hluta af Öldubakka til fundar varðandi tillöguna skv. beiðni sem kom fram í athugasemd. Fundurinn var haldinn 25. nóvember sl. Um var að ræða mjög ganglegan fund þar sem tillagan var rædd á breiðum grundvelli.
Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagsbreytingu verði frestað á meðan fleiri möguleikar varðandi byggingu minni íbúða verða skoðaðir.
1309001Hamragarðar / Seljalandsfoss - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga fryrir Hamragarða / Seljalandfoss. Tillagan tekur m.a. til breyttrar aðkomu að svæðinu, breytinga á legu göngustíga og skilgreiningum þeirra, nýrri staðsetningu bílastæða og byggingar þjónustumiðstöðvar. Tillagan er sett fram í Greinargerð / Umhverfisskýrslu, deiliskipulagsuppdrætti og skýringaruppdrætti dags. 2. desember 2015.
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1512013Hvolstún 29 - Lóðarumsókn
Sigurður Ágúst Guðjónsson kt. 100882-4859, óskar eftir því að sér verði úthlutað lóðinni Hvolstún 29.
Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta Sigurði Ágústi Guðjónssyni lóðinni Hvolstún 29.
Fundi slitið 17:40
________________________________________________________
Guðlaug Ósk Svansdóttir Þorsteinn Jónsson
________________________________________________________
Lilja Einarsdóttir Víðir Jóhannsson
________________________________________________________
Guðmundur Ólafsson Anton Kári Halldórsson