Fundargerð
183. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn að Ormsvelli 1, Hvolsvelli, mánudaginn 24. febrúar 2014 kl. 16:00


Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Kristín Þórðardóttir, Elvar Eyvindsson, Guðmundur Ólafsson og Haukur G. Kristjánsson, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram. 
Fundargerð ritaði Anton Kári Halldórsson


1. Skipulagsmál í Rangárþingi eystra - 

SKIPULAGSMÁL

a. 1310016 Ytri-Skógar - Aðalskipulagsbreyting
Svæði S15 (Fossbúð og nágrenni) sem skilgreint er sem svæði fyrir þjónustustofnanir, verði breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu (V5) og jafnframt stækkað til suðurs á kostnað opins svæðis til sérstakra nota. Aðrar breytingar verða ekki á landnotkun. Tillagan hefur áður verið samþykkt í sveitarstjórn, en vegna breytinga á afmörkun svæðisins er tillagan tekin fyrir að nýju. Breyting frá síðustu samþykkt tekur til stækkunnar verslunar og þjónustusvæðiðs V5, úr 3,8 ha. í 4,9 ha. 
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði tillagan auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum. GÓ sat hjá við afgreiðslu málsins. 


b. 1304018 Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
Helstu breytingar sem tillagan tekur til eru að lóð gamla barnaskólans er stækkuð til suðurs og byggingarreitur stækkaður. Gert er ráð fyrir nýrri lóð undir hótel/þjónustumiðstöð, sunnan við lóð gamla barnaskólans þar sem áður var gert ráð fyrir tjaldsvæði. Tvær ferðaþjónustulóðir sunnan við Fossbúð verða sameinaðar í eina og mun hún ná lengra til suðurs en áður. Hætt er við rútu- og bílastæði norðan og vestan við gamla barnaskólann og þau staðsett sunnan við skólann auk stæða austan við áætlað hótel og vestan við lóð fyrir ferðaþjónustu. Afmörkun tjaldsvæðis og allri þjónustu við það, auk bílastæða er færð að öllu leyti  sunnan við Fosstún.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar er ekki ástæða til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagsbreytingu sem auglýst verður samhliða tillögunni. 


Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum. EE, KÞ og GÓ sitja hjá við afgreiðslu erindisins og vísa til bókunar á 17. fundi skipulagsnefndar 24. feb. 2014.  


c. 1301004 Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024
Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024 var sent Skipulagsstofnun til yfirferðar fyrir auglýsingu. Erindi hefur borist frá Skipulagsstofnun dags. 5. febrúar 2014 þar sem fram koma nokkrar ábendingar og athugasemdir sem þarf að bregðast við áður en tillagan verður auglýst.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að vinna að úrbótum í samráði við skipulagsráðgjafa til að koma til móts við athugasemdir stofnunarinnar. 


d. 17. fundur skipulagsnefndar 24. febrúar 2014.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina. 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30

Haukur G. Kristjánsson
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Lilja Einarsdóttir
Kristín Þórðardóttir
Elvar Eyvindsson
Guðmundur Ólafsson