65. fundur 30. apríl 2024 kl. 16:30 - 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
  • Bjarni Daníelsson
  • Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
  • Sigurður Orri Baldursson
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Lilja Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
  • Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Tillaga B-lista um endurbætur á heilsustíg

2404161

Erindi frá sveitarstjórn. HÍÆ nefnd er beðin að segja álit sitt á heilsustígum og framtíð hans.
Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd fagnar tillögunni og telur að Heilsustígurinn eigi að halda sér í upprunalegri mynd enda er um góðar og gildar æfingar að ræða. Stígurinn þarfnast viðhalds árlega og nauðsynlegt að yfirfæra bæði tæki og setja upp ný upplýsingaskilti með núverandi og nýjum æfingum.

Einnig leggur nefndin til að QR-kóði með æfingum verði settur á öll skiltin til að auðvelda iðkendum að nálgast æfingar á stafrænu formi.

Heilsu-,íþrótta og æskulýðsnefnd leggur áherslu á að stígurinn verði kynntur vel fyrir íbúum og gestum sveitarfélagsins og verði hluti af markaðs- og kynningarefni Rangárþings eystra.

2.Sumardagskrá -íþróttir og tómstundir

2404199

Farið yfir það sem er í boði fyrir börn og ungmenni á vegum sveitarfélagins sumarið 2024
Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd þakkar fyrir góða kynningu.

3.Deiliskipulag - Sundlaug Rangárþings eystra

2401052

Deiliskipulag fyrir sundlaugarsvæði. Til stendur að deiliskipuleggja sundlaugarsvæðið og kynnir forstöðumaður íþróttamiðstöðvar þá vinnu sem framundan er.
Nefndin þakkar fyrir upplýsingar um upphaf vinnunnar og óskar eftir að fá að hafa aðkomu að vinnunni á síðari stigum.

Fundi slitið - kl. 18:00.