26. fundur 29. apríl 2024 kl. 10:00 - 11:00 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Ólafur Örn Oddsson
  • Valborg Jónsdóttir
  • Anton Kári Halldórsson
  • Sandra Sif Úlfarsdóttir
  • Tinna Erlingsdóttir
  • Svavar Hauksson
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og umsjónarmaður íþróttamannvirkja
Dagskrá

1.Matur og næringarþörf - eitt eldhús.

2403049

Síðustu tvö ár hefur allur matur fyrir leikskóla, grunnskóla og íbúa Kirkjuhvols verið eldaður á einum stað og allir hafa borðað það sama. Ljóst er að næringarþörf þessara hópa er ólík og því nauðsynlegt að ræða þessi mál innan hópsins.
Búið er að ákveða að elda matinn á tveimur stöðum, annars vegar í leikskóla fyrir skólana og á Kirkjuhvol fyrir íbúa þar. Nefndin fagnar þeirri ákvörðun og telur hana koma til með að auka gæði mötuneytanna. Lagt er til að fá næringarfræðing til þess að taka út næringarþörf matseðils á hvorum stað fyrir sig.

2.Lýðheilsustefna 2023 drög

2310004

Lögð var fyrir könnun á heimasíðu sveitarfélagsins um framtíðarsýn sveitarfélagsins og hvaða gildi við ættum að standa fyrir varðandi Heilsueflandi samfélag. Farið verður yfir niðurstöður.

Ákveða þarf næstu skref og framhaldið.
Lagt var til að vinna stefnuna með öðrum sveitarfélögum í Rangárvallasýslu. Íþrótta og æskulýðsfulltrúa falið að ganga í það.

3.Sumardagskrá -íþróttir og tómstundir

2404199

Íþróttir og tómstundir fyrir sumarið 2024.
Íþrótta og æskulýðsfulltrúi fór yfir það sem framundan er fyrir börn og unglinga í sumar

4.Vinnustofa - tengiliðir HSAM. 14-15 mars 2024

2402058

Samantekt eftir Ráðstefnu HSAM á Hvolsvelli.

5.Önnur mál.

2211058

Önnur mál.
Rætt um hvernig auglýsa megi viðburði á vegum sveitarfélagsins
Einnig rætt um gervigras og körfuboltavöll.

Fundi slitið - kl. 11:00.