45. fundur 30. apríl 2024 kl. 12:30 - 13:50 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Tómas Birgir Magnússon varamaður
    Aðalmaður: Anna Runólfsdóttir
  • Baldur Ólafsson aðalmaður
  • Lea Birna Lárusdóttir varamaður
    Aðalmaður: Bjarki Oddsson
  • Elvar Eyvindsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason aðalmaður
  • Konráð Helgi Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Sigurður Þór Þórhallsson
Starfsmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Nefndarmenn benda á að í fundarboði skipulags- og byggingarfulltrúa er misræmi á milli fundarboði og tölvupósti.

1.Vistgata - Vallarbraut

2309014

Minnisblað frá Eflu verkfræðistofu um umferðaröryggi við Vallarbraut, Stóragerði og Æskuslóð.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í tillögurnar og leggur til að þær verði kynntar fyrir skólabílstjórum, starfsfólki Hvolsskóla og farið verði í aðgerðir sem fyrst.

2.Umferðarmál - Hámarkshraði frá Hvolsvelli að Vindás og Sunnutúni

2404213

Vegagerðin óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra lækkunar á hámarkshraða frá Hvolsvelli að Sunnutúni og Vindás við Fljótshlíðarveg. Hámarkshraði á svæðinu er 90 km/klst en lagt er til að lækka hraðann niður í 70 km/klst.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við lækkaðan hámarkshraða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn.

3.Yfirlit aðalskipulagsbreytinga - Frístundasvæði

2403123

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir góða samantekt.

4.Breytt stærð lóðar - Hvolstún 23

2404194

Lóðarhafar við Hvolstún 23 óska eftir breyttri stærð og afmörkun lóðarinnar að Hvolstúni 23.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fram tillögu að breyttri lóðarafmörkun og frágangi milli lóðanna.

5.Breytt skráning landeignar - Króktún 20

2205120

Lagðar eru fram tillögur að afmörkun lóða við norðurhluta Króktúns.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytta afmörkun lóðanna við Króktún og bendir á að stækkunin er ætluð sem stækkun á garði eða fyrir bílskúr en ekki verður heimilt að leggja bílum og öðrum ökutækjum á svæðinu. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að finna málið áfram.

6.Landskipti - Bergþórshvoll 2

2404219

Landeigandi óskar eftir landskiptum úr upprunalandinu Bergþórshvoll 2, L163931. Verið er að stofna 55,8 ha landeign sem fær staðfangið Bergþóruflöt.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.

7.Deiliskipulag - Dímonarflöt 1-7

2305074

Tillagan gerir ráð fyrir frístundarlóðum að Dímonarflöt 1-2 og 6-7. Heimilt verður að byggja frístundarhús, gróður- og gestahús ásamt geymslu eða skemmu. Hámarksbyggingarmagn verður allt að 300 m². Hámarkshæð og húsgerð eru að öðru leyti frjáls.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Deiliskipulag - Dílaflöt

2301085

Tillagan gerir ráð fyrir tveimur nýjum lóðum úr landi Dílaflatar, önnur 10,7 ha og hin 4,29 ha. Innan skipulagssvæðisins er fyrirhugað að hafa allt að 12 gestahús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi og gufubaði. Heimilt verður að byggja 30-80 m2 gestahús með hámarks mænishæð verður allt að 4, 0 m frá gólfkóta.
Tillagan var send til Skipulagsstofnunar en stofnunin bendir á að bregðast þurfi við athugasemd Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hvað varðar neysluvatn en þar sem lögn HS Veitna liggur í gegnum landið er gert ráð fyrir að tengt verði við lögnina. Einnig hefur verið bætt úr athugasemd Veðurstofunnar, lágmarks gólfkvóti skal vera allt að 1 metri og ekki verður heimilt að byggja kjallara. Vegagerðin benti á tilgang varnagarðanna sem nú hefur verið bætt við í greinargerð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði afgreitt skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Deiliskipulag - Steinar 1

2304020

Deiliskipulagstillagan nær til 127,4 ha svæðis við Steina og Hvassafell. Tillögunni er skipt upp í þrennt en A-lóðir gerir ráð furir þegarbyggðum mannvirkjum sem heimilar endurbyggingar og stækkun mannvirkja. Hámarkshæð A-lóða er frá 5-8 m en mannvirkin skulu taka mið af núverandi mannvirkjum. B-lóðir gera ráð fyrir 17 lóðum undir gistiskála. Á hverri lóð eru 3-4 skálar en hámarkshæð er allt að 7 m eða ein hæð og ris. C-lóðir gera ráð fyrir stærri mannvirkjum sem fjölorkustöð, tveggja hótelbygginga ásamt íbúðum fyrir starfsfólk. Hámarkshæð á C-lóðum fer frá 5 til 9 m en þakform er frjálst og byggingar skulu vera í náttúrulegum tónum til að draga úr ásýnd.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með Skipulagsstofnun að hafa skuli gott samráð við hagsmunaaðila í grennd við skipulagssvæðið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að halda opið hús þar sem framkvæmdaraðili og hönnuðir kynna fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir nágrönnum og öðrum hagsmuna aðilum áður en tillagan verði auglýst skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

10.Deiliskipulag - Brú

2305071

Deiliskipulagstillagan nær yfir þrjú svæði frístundarbyggð, hótelbyggingu og býlið sjálft. Á frístundarsvæðið gerir ráð fyrir 40 lóðum þar sem heimilt verður að byggja frístundarhús á einni hæð með risi, ásamt gestahúsi, geymslu og gróðurhúsi. Hámarkshæð frístundahúsa verður 6,5 m en húsagerðir eru frjálsar að öðru leyti. Einnig er gert ráð fyrir um 2.500 m2 hótelbyggingu og hámarkshæð verður allt að 6 m. Ekki er gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum fyrir þegar byggð mannvirki við Brú.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að helgunarsvæði fornminja verði afmarkað á uppdrætti og málsett. Nefndin óskar einnig eftir framkvæmdaráætlun fyrir svæðið.

11.Deiliskipulag - Rauðuskriður L164057

2305075

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 25 gestahúsum til útleigu til ferðamanna, fjórum frístundalóðum og lóð fyrir nýtt íbúðarhús. Gestahúsin verða 15 m² með hámarks 3,5 m. mænishæð, íbúðarlóðin heimilar 200 m² íbúðarhús, bílskúr og allt að 50 m² garðhýsi, hámarks byggingarmagn lóðar má vera allt að 1.000 m² og mænishæð 6 m. Á frístundarlóðunum er heimilt að byggja allt að 180 m² á hverri lóð, eitt frístundarhús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Hámarks mænishæð getur verið allt að 4 m.
Tillagan var send til yfirferðar Skipulagsstofnunar sem gerði athugasemd fyrir afgreiðslu vegna fjarlægðar frá vatni. Lækurinn sem liggur um landið fellur ekki undir ákvæði skipulagsreglugerðar um fjarlægðir frá vötnum, ám eða sjó sem er 50 m. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að ekki verður heimilt að hafa kjallara og gólfkóti skuli vera allt að 1 m frá jarðvegsyfirborði vegna mögulegrar flóðahættu og nefndin bendir einnig á að rýmingaráætlun er til fyrir svæðið. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Aðalskipulag - Miðeyjarhólmur

2404212

Óskað er eftir heimild til að fara í aðalskipulagsbreytingu á Miðeyjarhólma, L163408. Verið er að breyta um 150 ha landbúnaðarlandi (L1) í Skógræktarsvæði(S).
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að heimila aðaðalskipulagsbreytingu.

13.Umsögn um mat á umhverfisáhrifum - Eystra-Seljaland F7

2404216

Fyrirhuguð er uppbygging 150 herbergja hótels, auk starfsmannahúsnæðis á jörðinni Eystra Seljalandi, L231719 í Rangárþingi eystra.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drög að umsögn vegna fyrirhugaðrar uppbygginu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar.

Fundi slitið - kl. 13:50.