Héraðsnefnd Rangæinga

Fundargerð


1. fundur Héraðsnefndar Rangæinga kjörtímabilið 2014 til 2018, haldinn í Skógum fimmtudaginn 3. júlí 2014 kl: 09,30.

Mætt:  Ísólfur Gylfi Pálmason, Ágúst Sigurðsson, Egill Sigurðsson, Þorgils Torfi Jónsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Birkir A. Tómasson og Guðmundur Einarsson.  Aldursforseti héraðsnefndar, Ísólfur Gylfi Pálmason setti fund og bauð fólk velkomið.  Fól hann Guðmundi Einarssyni að rita fundargerð.

1.  Kosningar:

Oddviti héraðsnefndar var kjörinn; Egill Sigurðsson.
Varaoddviti héraðsnefndar var kjörinn; Ísólfur Gylfi Pálmason.
Ritari héraðsnefndar var kjörin; Ágúst Sigurðsson.

2.  Skipan í nefndir og stjórnir:

Byggðasafnið í Skógum.
Í stjórn voru kjörin; Ísólfur Gylfi Pálmason, Þorgils Torfi Jónsson og Brynja Jónasdóttir.  Í varastjórn voru kjörin; Lilja Einarsdóttir, Krístín Þórðardóttir og Sólrún Helga Guðmundsdóttir.

Skólanefnd Tónlistarskóla Rangæinga.
Í stjórn voru kjörnir; Ágúst Sigurðsson, Ísólfur Gylfi Pálmason og Egill Sigurðsson.
Varamenn í skólanefnd voru kjörin; Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Renata Hannemann og Kristín Þórðardóttir. 

Ritsjórn Goðasteins.
Formaður var kjörinn; Jón Þórðarson.  Meðstjórnendur voru kjörnar; Pálína Jónsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir.
Varmenn í ritstjórn voru kjörin; Valgerður Brynjólfsdóttir, Haraldur Konráðsson og Árný Lára Karvelsdóttir.

Skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni.
Aðalmaður var kjörin; Unnur Brá Konráðsdóttir.
Til vara er fulltrúi frá Héraðsnefnd Vestur-Skaftafellssýslu.

Náttúru- og gróðurverndarnefnd.
Formaður var kjörinn; Kristinn Guðnason.  Meðstjórnendur voru kjörnir; Karl Ölvisson og Kristinn Jónsson.  Varamenn voru kjörin; Drífa Hjartardóttir, Ísleifur Jónasson og Bergur Pálsson.

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands hf.
Aðalmaður var kjörinn; Þorgils Torfi Jónsson .
Varamaður var kjörinn; Ísólfur Gylfi Pálmason
 
Umferðaröryggisnefnd.
Aðalmaður var kjörin; Ellert Geir Ingvarsson.  Varamaður var kjörinn; Ómar Halldórsson.

Þjónustuhópur aldraðra:
Tilnefndar voru:  Katrín Þorsteinsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.

3.  Þóknun héraðsnefndar og annarra nefnda
Lögð var fram tillaga um að greiða héraðsnefndarmönnum fyrir hvern fund 5% af þingfararkaupi og formanni 7%.  Greiðsla til annrra nefnda verði 2% af þingfararkaupi  og 3% til formanna þeirra.  og Akstur verði greiddur samkæmt ríkistaxta.  Tillagan samþykkt samhljóða.

4.  Ársreikningar:
a)  Skógasafn, hagnaður af rekstri ársins 2013 nam kr. 24.432.333 og eigið fé í árslok nam kr. 316.835.927.  Á rsreikningurinn var samþykktur samhljóða.

b)  Héraðsnefnd Rangæinga, hagnaður af rekstri ársins 2013 nam kr. 7.681.423 og eigið fé í árslok nam kr. 257.169.728.  Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

c)  Tónlistarskóli Rangæinga, hagnaður af rekstri ársins 2013 nam kr. 5.830.544 og eigið fé í árslok nam kr. 20.736.575.  Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

5.  Innsend erindi:
a)  Samband sunnlenskra kvenna.  Beiðni um styrk vegna starfsemi sambandsins.  Afgreiðslu frestað til haustfundar.

b) Framkvæmdasýsla ríkisins v/FSU.  Lögð fram framkvæmdaáætlun vegna endurbóta á verknámshúsinu Hamri.  Hlutdeild Hérðasnefndar er áætluð 5,4 milljónir.  Héraðsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti.

6.  Málefni Skógasafns:
 Lagður fram lánasamningur Skógasafns við Lánasjóð sveitarfélaga að fjárhæð kr. 120 milljónir.  Lántakan er vegna nýbyggingar við anddyri Skógasafns og vegna endurfjármögnuar á öðrum óhagkvæmari lánum.  Aðildarsveitarfélögin eru ábyrgðaraðilar samningsins og staðfestu fulltrúar þeirra hann.

7.  Önnur mál:
Héraðsráði falið að endurskoða samþykktir Héraðsnefndar Rangæinga og leggja fyrir haustfund nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar þakkarbréf frá Agnesi Löwe vegna styrks er héraðsnefnd veitti henni til útgáfu á geisladiski með píanóleik hennar í 60 ár.

Lagður fram ráðningarsamningur Tónlistarskóla Rangæinga við nýráðinn skólastjóra Sigríði Aðalsteinsdóttur.  Héraðsnefnd staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl:  11,40.

Guðmundur Einarsson fundarritari.