- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Ísólfur setti fund kl 20:15 og bauð fundarmenn velkomna.
Mættir voru Sigurður Árni Geirsson, Tómas Birgir Magnússon, Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir og Arnheiður Dögg Einarsdóttir. Gissur Þór Rúnarsson boðaði forföll.
Ísólfur óskaði eftir tilnefningum um formann og stungið var uppá Sigurði Árna og var það samþykkt samhljóða. Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir var kjörin varaformaður og Arnheiður Dögg Einarsdóttir ritari.
Ísólfur sagði aðeins frá stöðu og horfum prjónaverksmiðjunnar og óskaði síðan nefndinni velfarnaðar. Sigurður tók síðan við stjórn fundarins. Rætt var almennt um atvinnulíf á svæðinu og hvernig hægt sé að fá yfirsýn yfir það og greina styrkleika og veikleika. Næsti fundur verði vinnufundur til að greina stöðuna. Rætt um mikilvægi nettengingar og fjarskipta. Rætt um markaðsetningu ferðaþjónustunnar yfir veturinn og hvernig hægt er að nýta umferð til og frá Landeyjahöfn og að fá fólk til að stoppa hér. Ekki eru til hér samtök ferðaþjónustuaðila í héraði. Til að laða að frumkvöðla og vel menntað fólk þarf að huga að húsnæðismálum, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem og atvinnutækifærum. Tækifærin eru til staðar en það þarf að grípa þau.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 21:30
Fundargerð ritaði Arnheiður D. Einarsdóttir