- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fundargerð 1. fundar orku- og veitunefndar Rangárþings eystra, þriðjudaginn 10. júlí 2018 kl. 16:00 á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, Hvolsvelli.
Mættir: Lárus Einarsson, Guðmundur Viðarsson, Anna Runólfsdóttir, Gísli Davíð Sævarsson og Anton Kári Halldórsson. Arnar Gauti Markússon boðaði forföll.
Anton Kári Halldórsson ritaði fundagerð.
Dagskrá:
1.Kosning formanns og ritara
2.Erindisbréf nefndarinnar
3.Kerfisáætlun Landsnets
4.Staða ljósleiðaraverkefnis
5.Önnur mál
1.Kosning formanns og ritara
Anton Kári Halldórsson setur fund nefndarinnar og býður fundarmenn velkomna. Gerir tillögu að því að Lárus Einarsson verði kosin formaður nefndarinnar og Guðmundur Jón Viðarsson varaformaður. Byggingarfulltrúi verði ritari nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
2.Erindisbréf nefndarinnar
Farið yfir erindisbréf nefndarinnar.
Engar athugasemdir gerðar og erindisbréfinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar.
3.Kerfisáætlun Landsnets
Landsnet hefur lagt fram til kynningar tillögu að kerfisáætlun 2018-2027. Umsagnarfrestur er til 15. júlí. Byggðarráð fól orku- og veitunefnd að vinna umsögn um tillöguna.
Orku- og veitunefnd tekur heilshugar undir þær athugasemdir sem koma fram í drögum að umsögn við kerfisáætlun Landsnets, unnar af SASS. Formanni og byggingarfulltrúa falið að vera í samráði við SASS vegna sameiginlegrar umsagnar sveitarfélaga á suðurlandi.
4.Staða ljósleiðaraverkefnis
Anton Kári Halldórsson fer yfir stöðu ljósleiðaravæðingu í Rangárþingi eystra.
5.Önnur mál
Rætt um fyrirkomulag við rekstur ljósastaura. RARIK áformar að afhenda sveitarfélaginu rekstur ljósastaura á næstu misserum.
Fundi slitið 16:53