- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nú er komið að afmæli Seljavallalaugar. 100 ár eru síðan hún var byggð.
Afmælisbarnið er komið í sparifötin og laugardaginn 12. ágúst stendur til að halda afmælisveislu. Við ætlum að hittast við laugina kl 14.00. Endilega hafið með ykkur sundföt og spriklið aðeins í lauginni. Það er bætt aðgengi í tilefni afmælisins en hann Grétar á Seljavöllum hefur borið ofan í gönguleiðina og sett þetta líka fína ræsi yfir lækinn. Það er ekki fært hvaða bíl sem er inn að læk en umf. Eyfellingur verður með bíl sem ferjar þá sem erfitt eiga með að ganga alla leið frá bílastæðinu. Klukkan 17:00 verður svo grillveisla í Fossbúð sem kvenfélagið sér um. það er selt í matinn kr. 4800 fyrir manninn og 7- 13 ára greiða kr. 2400. Drykkjarföng koma menn með sjálfir. Best er að láta vita ef þið ætlið að mæta í Fossbúð til að við séum undirbúin með mataraðföng.
Undirbúningur þessarar hátíðar hefur verið í höndum ungmennafélaga og hópsins Vinir Seljavallalaugar sem hægt er að skrá sig í á Facebooksíðu þess hóps.
Við hlökkum til að sjá Eyfellinga núverandi sem brottflutta á þessari hátíð.
F.h. undirbúningshópsins
Magdalena Jónsdóttir í Drangshlíðardal