- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Óskað er eftir áhugasömum Rangæingum sem búsettir eru á Hellu eða Hvolsvelli til að taka þátt í 12 vikna tilraunaverkefni í sértækri flokkun og söfnun á lífrænum heimilisúrgangi.
Markmið tilraunarinnar er að búa til notendavænt flokkunarferli fyrir íbúa með það að leiðarljósi að hægt sé að meðhöndla og nýta þá auðlind sem lífrænn úrgangur er í landgræðslu innan sýslunnar. Fyrir utan ný loftþétt ílát og stoðefni sem blandað er við matarleifar þegar þeim er safnað í þau, helst flokkunin óbreytt frá núverandi skipulagi.
Verkefnisstjórar eru Björk Brynjarsdóttir og Julia Miriam hjá Jarðgerðarfélaginu, en tilraunin er unnin í samvinnu við Sorpstöð Rangárvallasýslu og Landgræðsluna.
Þátttakendur fá sett af þremur loftþéttum plastfötum fyrir heimilið, stoðefni og að sjálfsögðu leiðsögn eins og þarf og óskað er eftir. Á meðan á 12 vikna tímabilinu stendur mun starfsfólk Jarðgerðarfélagsins sjá um söfnun á lífrænum heimilisúrgangi frá heimilum þátttakenda, en þess utan er sorpsöfnun háttað samkvæmt áætlun Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Okkur er mjög í mun að eiga í virku samtali við þátttakendur á meðan á tilraunninni stendur; fá endurgjöf og ábendingar um hvernig gengur, hvað má betur fara og hvort upplifunin að heimilisflokkun batni, versni eða standi í stað með nýrri nálgun. Enda er markmiðið eins og áður segir fyrst og fremst að skapa góða upplifun Rangæinga í flokkun á lífrænum heimilisúrgangi.
Til þess að taka þátt þá skal smella hér! Þá finnur þú einnig ýmisskonar fróðleik um verkefnið :)
Gert er ráð fyrir að tilraunin hefjist fljótlega eftir páska.