F U N D A R G E R Ð


141. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 25. júní 2015 kl. 08:10

Mætt: Benedikt Benediktsson, Kristín Þórðardóttir Christiane L. Bahner, árheyrarfulltrúi og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar athugasemdir komu fram.

Fundagerð ritaði: Guðlaug Ósk Svansdóttir

Erindi til byggðarráðs:

1.Staðfesting á umsókn Hvítasunnukirkjunnar um árlegt mót í Kirkjulækjarkoti 30 júlí til 3. ágúst 2015.
Samþykkt samhljóða

2.Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum  í  Rangárþingi eystra – framhaldsumræða frá 201. sveitarstjórnarfundi frá 11. júní s.l.
Erindinu frestað og leikskólastjórnendum falið að fara yfir reglurnar og skila inn umsögn fyrir næsta byggðaráðsfund. 

3.Beðni um fjárstuðning vegna sýningarinnar Þær sem haldin verður sumarið 2015 í Gallerí Ormi – sýningin er í tilefni 100 ára kosningarafmælis kvenna.
Samþykkt að styrkja sýninguna Þær og sveitarstjóra falið að hitta fulltrúa sýningarinnar

4.Hestamannafélagið Sindri - styrkumsókn vegna reiðvegagerðar í Rangárþingi eystri.
Samþykkt að styrkja reiðvegagerðina um kr. 300.000.-


Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga:

1.Fundagerð menningarnefndar. 15. fundur haldinn 4. júní 2015 
Fundagerð staðfest
2.Aðalfundur Skógasafnsins haldinn 10. júní 2015
Fundagerð staðfest
3.Stjórnarfundur Kötlu jarðvangs. 22. fundur haldinn 12. júní 2015
Fundagerð staðfest


Mál til kynningar:

1.495. fundur stjórnar SASS. Haldinn 5. júní 2015 – Ársreikningur 2014
2.Minnispunktar frá fundi sveitarstjóra, lögreglustjóra og yfirlögregluþjóns Suðurlands.
3.Umsögn vegna fjárfestingarverkefnisins LAVA Iceland Volacano Center


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.50


________________________________________________
Ísólfur Gylfi PálmasonBenedikt Benediktsson


_________________________________________________
Kristín ÞórðardóttirChristiane L. Bahner