153. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 30. júní 2016 kl. 10.00

Mætt: Kristín Þórðardóttir, Lilja Einarsdóttir, Christiane. L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Ísólfur Gylfi Pálmason, formaður byggðarráðs leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.

Erindi til byggðarráðs:

1.1606059 Batasetur, beiðni um styrk 01.06.16. 
Þar sem sveitarfélagið styrkir Strók en sú starfsemi á svipuðum vettvangi og Batasetrið hafnar byggðarráð erindinu.

2.1606055 Samningur við Dagrenningu um sérverkefni25.06.16
Byggðarráð samþykkir samninginn. 

3.1606053 Kristín Anna Th. Jensdóttir, umsókn um námsstyrk 05.06.16
Byggðarráð hafnar erindinu en óskar Kristínu Önnu velfarnaðar í talmeinafræðináminu. 

4.1606061 Ósk um endurnýjun á leigusamningi á Fossbúð.
Byggðarráð vísar til samnings sem hefur einu sinni verði framlengdur eins og gert var ráð fyrir. Byggðarráð mun sjá til þess að Húsnefnd Fossbúðar muni hittast innan skamms en Fossbúð verður auglýst til leigu  s.k.v. leigusamningi.

5.1606047 Ástvaldur Óskarsson, ferðaþjónustuaðstaða við Seljalandsfoss eða Hamragarða.
Á meðan auglýst deiliskipulag fyrir Seljalandsfoss og Hamragarða hefur ekki tekið gildi rúmast umbeðin starfsemi ekki innan þessa svæðis. 

6.1606064 Ársreikningur Kirkjuhvols 2015.
Byggðarráð samþykkir ársreikning Kirkjuhvols 2015 og þakkar hjúkrunarforstjóra og starfsmönnum Kirkjuhvols fyrir gott samstarf. 

7.1606068 Ferðamálastofa, ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks 23.06.16.  Byggðarráð fagnar erindinu  og felur sveitarstjóra, skipulagsfulltrúa og markaðs og kynningarfulltrúa að vera tengiliðir í samstarfi við Ferðamálastofu.
8.1606078 Leigusamningur um atvinnuhúsnæði í Gunnarshólma.
Byggðarráði hefur borist erindi frá S24 búfélag um leigu á skólahluta gamla skólans í Gunnarshólma.  Eftirfarandi bókun lögð fram:

„ Byggðarráð  Rangárþings eystra felur sveitarstjóra að gera stuttan húsaleigusamning  frá 1. júlí 2016 við S24 búfélag kt. 550116-1620 v. útleigu á skólahluta gamla skólans í Gunnarshólma. Það fyrirtæki er starfrækt í Austur-Landeyjum í Rangárþingi eystra. Leigusamningurinn verður gerður í samræmi við umræður á fundinum. Þá er sveitarstjóra falið að að ræða við forsvarsmenn Ungmennafélagsins Dagbrúnar, Kvenfélagsins Freyju og Búnaðarfélags Austur-Landeyja vegna útleigu á þessu húsnæði. Húsnæðið verður auglýst á frjálsum markaði til leigu eigi síðar en 1. desember n.k. Húsnæði þetta hefur staðið autt í 14 ár og byggðarráð gleðst yfir því að það skuli koma starfsemi í húsið“.
      Bókunin samþykkt samhljóða. 

9.1606039 Bréf til aðildarfélaga Bergrisans bs. með samningi aðildarsveitarfélaganna, fundargerðum og samningi við Sveitarfélagið Árborg 14.06.16
1.Fundargerð 19 fundar stjórnar Bergrisans  31.05.2016. Fundargerð lögð fram og kynnt.
2.Fundargerð vorfundar BS Bergrisans 31.05.2016. Fundargerð lögð fram og kynnt.
3. Bergrisinn. Þjónustusamningar. Lögð voru fram drög að þjónustusamningi um málefni fatlaðs fólks milli Sveitarfélagsins Árborgar og aðildarsveitarfélaga BS Bergrisans er gildi almannaksárin 2016, 2017 og 2018. Auk þess voru lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Árborgar og  aðildarsveitarfélaga BS Bergrisans um sameiginleg og sérhæfð verkefni samlagsins. Samningurinn gildi almannaksárið 2016. Byggðarráð samþykkir drög beggja samninganna samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita  fyrir hönd sveitarfélagsins.
         

Fundargerðir:

1.1606052 840. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 02.06.16. Fundargerð samþykkt.

2.1606050   35. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 13.06.16 Fundargerð samþykkt.

3.1606049     8. Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 01.06.16                       Fundargerð samþykkt.

4.1606043   24. fundur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar 08.06.16               Fundargerð samþykkt.

5.1606040 146. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Rangæinga 10.06.16 Fundargerð samþykkt.

6.1606038 179. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 21.06.16 Fundargerð samþykkt.

7.1606037   48. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 21.06.16 Fundargerð samþykkt.

8.1606066 Sameiginlegur fundur Héraðsnefndar Rangæinga  og Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu 22.06.16 Fundargerð samþykkt.

9.1606067     5. fundur Héraðsnefndar Rangæinga 22.06.16 Fundargerð samþykkt.


Mál til kynningar:

1.1606051 Háskólafélag Suðurlands: Ársreikningur 2015.
2.1606045 Tilkynning um fasteignamat 2017 08.06.16
3.1606044 Fasteignamat 2017 14.06.16
4.1606039 Bréf til aðildarfélaga Bergrisans bs. með samningi aðildarsveitarfélaganna, fundargerðum og         samningi við Sveitarfélagið Árborg 14.06.16
5.1606062 Þakkarbréf Barnakórs Hvolsskóla v. 17. júní.
6.1606063 Þakkarbréf Kvernfélagið Eining 90 ára.
7.1606060 Ársskýrsla Tónlistarskóla Rangæinga 2015-2016.
8.1606065 Ísland ljósvætt – mikilvægasta hagsmunamál landsbyggðanna.
9.1606003 Leyfisbréf vegna Öldubakki 31, Hvolsvelli.
10.1606008 Leyfisbréf vegna Hvolstún 15, Hvolsvelli.
11.1606030 Leyfisbréf vegna Veiðihús við Eystri-Rangá.
12.1606042 Leyfisbréf vegna Varmahlíð, 861 Hvolsvöllur.
13.1606048 Opnun tilboða í lagningu ljósleiðara undir Eyjafjöllum 14.06.16
14.1606041 Framvinda mála eftir dóm Hæstaréttar vegna Þórólfsfellsgarðs.
               Kristín Þórðardóttir vill árétta eftirfarandi við liði 5 og 6 í samantekt sveitarstjóra: Á sveitarstjórnarfundi                26. maí s.l. greiddum við fulltrúar D-lista atkvæði gegn þeirri afgreiðslu sem meirihlutinn samþykkti. Í                bókun okkar af því tilefni kom fram að málið hefði að okkar mati átt að fá umfjöllun í sveitarstjórn og                annars konar meðferð. Í því felst að við teljum svör sveitarstjóra ekki endurspegla okkar viðhorf til                málsins að öllu leyti. Því tel ég setningunni „hins vegar var ekki  ágreiningur um efni svarsins“ ofaukið.

15.Leyfisbréf vegna Miðmörk, 861 Hvolsvöllur
16.Staðsetning félagsmiðstöðvar.
17.1606046 Aukavinna sveitarstjórnarmanna.





Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:07


__________________________________________________
Ísólfur Gylfi PálmasonLilja Einarsdóttir



_______________________________________________
Kristín ÞórðardóttirChristiane L. Bahner