- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
F U N D A R G E R Ð
159. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 29. desember 2016 kl. 08:10.
Mætt: Kristín Þórðardóttir, Benedikt Benediktsson, varamaður Ísólfs Gylfa Pálmasonar, Christiane L. Bahner, Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi,sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti og varaformaður byggðarráðs, sem setti fund og stjórnaði honum.
Lilja Einarsdóttir, varaformaður byggðarráðs, leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.
Dagskrá:
Erindi til byggðarráðs:
1.Áframhaldandi framkvæmdir vegna ljósleiðara og hugsanleg eignarhöld.
Byggðarráð samþykkir að halda áfram ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins og sækja um í Fjarskiptasjóð; Ísland ljóstengt 2017 fyrir ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins. Leitað hefur verið tilboða í sérfræðiaðstoð við undirbúning umsóknarinnar. Sveitarstjóra falið að semja við tilboðsgjafa.
Byggðarráð Rangárþings eystra gerir verulega athugasemd við þann stutta fyrirvara sem gefinn er til að sækja um styrk fyrir verkefnið Ísland ljóstengt. Opnað var fyrir umsóknir þann 9. desember en umsóknarfrestur rennur út þann 11. janúar 2017. Byggðarráð mælist til þess að frestur verði framlengdur.
Samþykkt samhljóða.
2.1612040 Trúnaðarmál.
Lagt fram til kynningar og skráð í trúnaðarmálabók.
Fundargerðir
1.1612038 33. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra.14.12.16. Fylgiskjal: Sjálfsmatsskýrsla Hvolsskóla 2015-2016. Fundargerð samþykkt.
2.1612031 39. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaft. 7.12.16. Fundargerð samþykkt.
3.1612037 515. fundur stjórnar SASS 16.12.2016. Fundargerð samþykkt.
4.1612041 4. fundur stjórnar Markaðsstofu Suðurlands. 5.12.16. Fundargerð samþykkt.
5.1612042 21. fundur stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs. 12.10.16. Fundargerð samþykkt.
6.1612043 22. fundur stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs. 21.10.16. Fundargerð samþykkt.
7.1612045 845. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 16.12.16. Fundargerð samþykkt.
Mál til kynningar
3.1612032 Ályktun fulltrúaráðs Sólheima.
4.1612033 Þroskahjálp: húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.
5.1612034 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála: Kæra vegna byggingaleyfis fyrir byggingu hótels á Rauðsbakka.
6.1612035 Forsætisráðuneytið: gerð skipulags fyrir Þórsmörk.
7.1612036 SASS: niðurstöður könnunar um húsnæðismál á Suðurlandi.
8.1612044 Mótus: uppsögn á samningi um innheimtu.
9.1612046 Stefnumótun og mismunandi fyrirkomulag Markaðsstofa landshlutanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08:59.
__________________________________________________
Lilja Einarsdóttir Benedikt Benediktsson
__________________________________________________
Kristín Þórðardóttir Christiane L. Bahner