166. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 11. október 2012 kl 16:00

Mætt:  Lilja Einarsdóttir, Elvar Eyvindsson , Birkir Tómasson, varamaður, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð, Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Guðmundur Ólafsson, og Haukur G. Kristjánsson voru í símasambandi.  Haukur setti fund og stjórnaði honum.

 

Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.

 

Dagskrá:

 

1. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Rangárþings eystra, síðari umræða.

Samþykkt að gera breytingu á samþykktum sveitarfélagsins 57.gr. vegna skipan þessarar nefndar.
57. gr. kjör fastanefnda c- liður.
Samþykkt að fella út lið 4 sameiginlega byggingarnefnd Rangárþings og lið 5 sameiginleg skipulagsnefnd Rangárþings.
Bæta við 57 gr B-lið. lið 17 Skipulags- og byggingarnefnd 5 aðalmenn og jafn margir til vara.

Samþykkt samhljóða.

    

 2.  Tillaga að kjörstjórnum vegna ráðgefandi þjóðar-atkvæðagreiðslu um
          tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin
          álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþingis 24. maí 2012 , laugardaginn           
          20. október 2012.

 

Kjördeild 1 í Félagsheimilinu Hvoli

Aðalmenn:                                      Varamenn:
Guðjón Einarsson, formaður          Ágúst Kristjánsson
Auður Friðgerður Halldórsdóttir     Jórunn Jónsdóttir
Guðrún Ósk Birgisdóttir                 Sigurður Sigurðsson

Kjördeild 2 í Félagsheimilinu á Heimalandi

Aðalmenn:                                      Varamenn:
Baldur Björnsson, formaður            Guðrún Inga Sveinsdóttir
Guðmundur Viðarsson                    Katrín Birna Viðarsdóttir
Ragna B. Aðalbjörnsdóttir               Berglind Hilmarsdóttir

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

2. Erindi frá Truenorth á tölvupósti beiðni um leyfi vegna töku á stórmyndinni Thor II við Skógafoss.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir ekki athugasemd við að fyrirtækið True North fái að taka upp lítinn hluta kvikmyndarinnar Thor II við Skógafoss nú í októbermánuði.  Tökurnar fara fram skammt frá fossinum og mun fyrirtækið nota spjótlyftara og breyttan jeppa við tökuna, enda heitir fyrirtækið því að sjá til þess að engin ummerki verði eftir að tökum er lokið.

 

 

Fleira ekki rætt fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl.16:20

 

Guðlaug Ósk Svansdóttir

Lilja Einarsdóttir

Haukur G. Kristjánsson

Birkir Tómasson

Elvar Eyvindsson

Guðmundur Ólafsson

Ísólfur Gylfi Pálmason